Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Leipzig búið að finna arftaka Sesko
Mynd: Göztepe
Þýska félagið RB Leipzig er búið að finna mann í stað Benjamin Sesko sem var seldur til Manchester United á dögunum, en arftaki hans kemur úr tyrknesku deildinni.

Sesko var seldur til United fyrir 74 milljónir punda um helgina og var Leipzig á tíma að skoða það að fá Rasmus Höjlund í staðinn, en ákvað að leita annað.

Fabrizio Romano segir að arftakinn er fundinn. Sá heitir Romulo og er 23 ára gamall Brasilíumaður.

Romulo og Sesko eru svipaðir á hæð, en Leipzig kaupir hann frá tyrkneska félaginu Göztepe fyrir 25 milljónir evra og mun Göztepe fá hluta af endursöluvirði leikmannsins.

Romulo hóf feril sinn hjá Athletico Paranaense og skoraði þar 9 mörk í 57 leikjum áður en hann var lánaður til Göztepe í febrúar á síðasta ári.

Þar hefur hann slegið í gegn. Hann kom að átta mörkum í þrettán leikjum á fyrsta tímabili og hélt uppteknum hætti á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk og gaf 10 stoðsendingar í deild- og bikar.
Athugasemdir
banner
banner