Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. ágúst 2025 11:40
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 17. umferðar - Markvörslur í öllum litum regnbogans
Lengjudeildin
Óli Íshólm er leikmaður umferðarinnar.
Óli Íshólm er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jón Daði Böðvarsson skoraði og lagði upp í 3-0 sigri Selfyssinga gegn HK.
Jón Daði Böðvarsson skoraði og lagði upp í 3-0 sigri Selfyssinga gegn HK.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
17. umferð Bestu deildarinnar var leikin á einu bretti í gær og voru æsispennandi leikir í topp- og botnbaráttunni, Topplið Njarðvíkur vann nauman sigur, Þróttur vann ÍR í toppbaráttunni og Leiknir sendi Fylki niður í neðsta sæti deildarinnar.

LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson sá til þess að Leiknismenn tóku öll stigin gegn Fylki í fallbaráttuslag og komust upp úr fallsæti. Tók fullt af flottum markvörslum í öllum regnbogans litum og var öruggur í öllum sínum aðgerðum.



Patryk Hryniewicki var hetja Leiknis en hann skoraði sigurmarkið eftir hornspyrnu með síðustu spyrnu leiksins. Hann kom inn í varnarlínuna vegna meiðsla í fyrri hálfleik og stóð vaktina vel.

Njarðvíkingar eru komnir með fjögurra stiga forystu eftir úrslitin í gær. Liðið vann 2-1 útisigur gegn Fjölni þar sem miðjumaðurinn Joao Ananias var gríðarlega drjúgur. Hann fær pláss í vörn úrvalsliðsins.

Táningurinn Einar Freyr Halldórsson er á eldi og var maður leiksins í 5-2 útisigri Þórs á Völsungi. Átti þátt í fyrstu þremur mörkum Þórs, skoraði það þriðja með stórglæsilegri aukaspyrnu. Ibrahima Balde var einnig virkilega öflugur. Þór er í öðru sæti.

Þróttur vann ÍR 3-1 í toppbaráttuslag þar sem Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson spilaði 20 mínútur en gerði gæfumun, átti tvær virkilega góðar stoðsendingar, Hrafn Tómasson er einnig í liði umferðarinnar og þá er Sigurvin Ólafsson þjálfari umferðarinnar. Liðin sitja í þriðja og fjórða sæti.

Keflavík slátraði Grindavík 4-0 í Suðurnesjaslag. Kári Sigfússon skoraði og átti tvær stoðsendingar og var valinn maður leiksins. Mikilvægur sigur Keflvíkinga sem berjast um að komast í umspilið.

Harley Willard var valinn maður leiksins þegar Selfoss vann gríðarlega öflugan 3-0 sigur gegn HK. Jón Daði Böðvarsson skoraði og lagði upp í fyrsta heimaleik sínum. Daði Kárason sem er nýkominn á láni frá Val er í vörninni.

Fyrri úrvalslið:
16. umferð - Adam Árni Róbertsson (Grindavík)
15. umferð - Hrafn Tómasson (Þróttur)
14. umferð - Jakob Héðinn Róbertsson (Völsungur)
13. umferð - Einar Freyr Halldórsson (Þór)
12. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
11. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
10. umferð - Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
9. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
8. umferð - Óðinn Bjarkason (ÍR)
7. umferð - Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
6. umferð - Ívar Arnbro Þórhallsson (Völsungur)
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 17 10 7 0 40 - 16 +24 37
2.    Þór 17 10 3 4 41 - 25 +16 33
3.    ÍR 17 9 6 2 31 - 18 +13 33
4.    Þróttur R. 17 9 5 3 33 - 26 +7 32
5.    HK 17 9 3 5 29 - 21 +8 30
6.    Keflavík 17 8 4 5 38 - 27 +11 28
7.    Völsungur 17 5 4 8 29 - 38 -9 19
8.    Grindavík 17 5 2 10 32 - 48 -16 17
9.    Selfoss 17 5 1 11 19 - 32 -13 16
10.    Leiknir R. 17 3 4 10 16 - 34 -18 13
11.    Fjölnir 17 2 6 9 26 - 41 -15 12
12.    Fylkir 17 2 5 10 21 - 29 -8 11
Athugasemdir
banner
banner