Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 20:41
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Þriðji sigur Njarðvíkinga í röð
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fjölnir 1 - 2 Njarðvík
0-1 Oumar Diouck ('56)
1-1 Árni Steinn Sigursteinsson ('64)
1-1 Dominik Radic ('78)

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 Njarðvík

Fjölnir og Njarðvík áttust við í Lengjudeild karla í kvöld og var staðan markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik.

Í síðari hálfleik tóku gestirnir forystuna með marki frá Oumar Diouck þegar hann fylgdi eigin skallatilraun eftir með marki. Svavar Örn Þórðarson gaf flotta fyrirgjöf til að skapa færið fyrir Oumar.

Heimamenn voru ekki lengi að jafna í Grafarvogi og kom jöfnunarmarkið útfrá hornspyrnu. Njarðvíkingar lentu í basli með að hreinsa boltann frá marki, þeir björguðu á línu en tókst svo ekki að koma í veg fyrir jöfnunarmarkið. Árni Steinn Sigursteinsson var frekastur og náði að skalla boltann í netið eftir smá tennis í vítateignum.

Staðan hélst jöfn í rétt tæpan stundarfjórðung þar til Njarðvíkingar tóku forystuna á ný. Í þetta skiptið skoruðu þeir eftir slæmt útspark frá marki sem varð til þess að Dominik Radic fékk boltann með mikinn tíma og pláss til að skora.

Njarðvíkingar gerðu mjög vel að drepa leikinn eftir þetta mark. Fjölnismenn sköpuðu ekki mikla hættu á lokamínútunum svo lokatölur urðu 1-2.

Njarðvík er með fjögurra stiga forystu á toppi Lengjudeildarinnar sem stendur, en hún getur minnkað niður í eitt stig ef ÍR vinnur sinn leik sem er í gangi þessa stundina.

Fjölnir er í fallsæti með 12 stig, einu stigi frá öruggu sæti.

   13.08.2025 20:12
Lengjudeildin: Jón Daði skoraði og lagði upp í fræknum sigri

Athugasemdir
banner