Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 12:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bakvörður með yfir 100 leiki í Eredivisie kominn í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Stjarnan
Damil Dankerlui er genginn í raðir Stjörnunnar, hann er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan tilkynnir í dag, á þessum lokadegi félagaskiptagluggans.

Damil er 28 ára hægri bakvörður sem á 135 leiki í efstu deild Hollands, Eredivisie. Þar lék hann með Ajax, Willem II og Groningen. Hann hefur einnig spilað í Grikklandi og síðast lék hann með Almere í hollensku B-deildinni.

Í tilkynningu Stjörnunnar er Damil lýst sem hröðum og öflugum varnarmanni með mikla reynslu gegn sterkustu sóknarmönnum Hollands.

„Damil er einnig landsliðsmaður fyrir Surinam og hefur tekið þátt í undankeppni HM og Gold Cup.
Við bjóðum Damil velkominn og hlökkum til þess að sjá hann í bláu treyjunni!"
segir í tilkynningu Stjörnunnar.
Athugasemdir
banner
banner