Kantmaðurinn knái Jack Grealish er genginn til liðs við Everton þar sem hann mun leika á lánssamningi út tímabilið, með kaupmöguleika.
Hann er spenntur fyrir að leika fyrir þetta sögufræga félag og hefur valið sér treyju númer 18. Grealish segir það hafa verið mjög auðvelt val.
„Tveir uppáhaldsleikmenn mínir í Englandssögunni eru Wayne Rooney og Paul Gascoigne," sagði Grealish, en þeir léku báðir fyrir Everton á ferlum sínum.
„Ég hef alltaf vitað að þegar þeir léku fyrir Everton klæddust þeir báðir treyju númer 18. Þegar ég skoðaði treyjunúmerin hjá félaginu sá ég að númer 18 var laust. Fullkomið fyrir mig!"
Grealish er einn af sex leikmönnum sem eru komnir til Everton í sumar.
12.08.2025 15:41
Grealish til Everton á láni (Staðfest)
Athugasemdir