
Brynjar Hlöðvers hefur fengið félagaskipti heim í Leikni eftir að hafa leikið með KFK í 3. deildinni fyrri hluta sumars og á síðasta tímabili.
Binni er uppalinn í Leikni og hafði fyrir árið í fyrra einungis leikið með Leikni og venslafélaginu KB á Íslandi.
Hann er fæddur árið 1989 og var árið 2014 hluti af liði Leiknis sem vann 1. deildina og lék með liðinu í efstu deild 2015. Hann fór svo aftur upp með liðinu 2020 og lék í efstu deild 2021 og 2022.
Binni er uppalinn í Leikni og hafði fyrir árið í fyrra einungis leikið með Leikni og venslafélaginu KB á Íslandi.
Hann er fæddur árið 1989 og var árið 2014 hluti af liði Leiknis sem vann 1. deildina og lék með liðinu í efstu deild 2015. Hann fór svo aftur upp með liðinu 2020 og lék í efstu deild 2021 og 2022.
Á milli tímabilanna í efstu deild kíkti hann til Færeyja og varð færeyskur meistari með HB 2018 og bæði bikarmeistari og meistari meistaranna 2019. Þar lék hann undir stjórn Heimis Guðjónssonar.
Binni lék tíu leiki með KFK í 3. deildinni í sumar og skoraði eitt mark. Síðati leikur hans með KFK var 8. ágúst og lék hann allan leikinn. Hann kemur í Leikni með þrjú gul spjöld á bakinu, einu spjaldi frá leikbanni.
Leiknir er í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni og Binni er kominn með leikheimild fyrir leik kvöldsins gegn Fylki.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 18 | 11 | 4 | 3 | 46 - 24 | +22 | 37 |
2. Víkingur R. | 18 | 9 | 5 | 4 | 33 - 24 | +9 | 32 |
3. Breiðablik | 18 | 9 | 5 | 4 | 30 - 24 | +6 | 32 |
4. Stjarnan | 18 | 8 | 4 | 6 | 34 - 30 | +4 | 28 |
5. Vestri | 18 | 8 | 2 | 8 | 19 - 17 | +2 | 26 |
6. Fram | 18 | 7 | 4 | 7 | 28 - 25 | +3 | 25 |
7. FH | 18 | 6 | 4 | 8 | 31 - 27 | +4 | 22 |
8. KA | 18 | 6 | 4 | 8 | 18 - 32 | -14 | 22 |
9. ÍBV | 18 | 6 | 3 | 9 | 16 - 25 | -9 | 21 |
10. KR | 18 | 5 | 5 | 8 | 39 - 41 | -2 | 20 |
11. Afturelding | 18 | 5 | 5 | 8 | 21 - 27 | -6 | 20 |
12. ÍA | 18 | 5 | 1 | 12 | 20 - 39 | -19 | 16 |
Athugasemdir