Nýliðar Leeds United hafa ekki gefist upp á að reyna fá brasilíska framherjann Rodrigo Muniz frá Fulham í glugganum.
Muniz er alger lykilmaður hjá Fulham og hefur félagið ekki áhuga á að selja í sumar, en Leeds er að vonast til þess að að kollegar sínir breyti afstöðu sinni síðar í glugganum.
Leeds er ekki eina félagið í baráttunni því ítalska félagið Atalanta er sagt mjög áhugasamt og er áhuginn gagnkvæmur hjá Muniz sem er spenntur fyrir hugmyndinni að spila í Meistaradeild Evrópu.
Eins og staðan er núna er Fulham að skoða framherjamarkaðinn og ef það dettur inn á sambærilegan framherja á góðu verði mun það íhuga að leyfa Muniz að fara.
Muniz er 24 ára gamall og skorað 17 deildarmörk á síðustu tveimur tímabilum.
Athugasemdir