Fyrsta umferð enska deildabikarsins heldur áfram í kvöld og verða tveir Íslendingar í eldlínunni.
Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson verða með Birmingham er liðið tekur á móti Sheffield United á St. Andrew's leikvanginum í Birmingham.
Sheffield United var nálægt því að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili á meðan Birmingham slátraði C-deildinni.
Leicester, sem féll úr úrvalsdeildinni í vor, heimsækir Huddersfield.
Leikir dagsins:
18:45 Barnsley - Fleetwood Town
18:45 Bolton - Sheff Wed
18:45 Cheltenham Town - Exeter
18:45 Huddersfield - Leicester
19:00 Birmingham - Sheffield Utd
Athugasemdir