Enska úrvalsdeildin hefst á morgun þegar Englandsmeistarar Liverpool taka á móti Bournemouth. Síðustu daga höfum við verið að hita upp með því að opinbera sérstaka spá Fótbolta.net fyrir deildina.
Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við tíundu spurningunni sem er hvernig fer Man Utd - Arsenal í 1. umferð deildarinnar?
Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við tíundu spurningunni sem er hvernig fer Man Utd - Arsenal í 1. umferð deildarinnar?
Adda Baldursdóttir, sérfræðingur
2-1 fyrir United. Albert verður á vellinum, þá vinnur Arsenal ekki.
Andri Már Eggertsson, fjölmiðlamaður
https://stjornbord.fotbolti.Manchester United hefur ekki litið svona vel út á þessum tíma árs síðan liðið vann Bangkok titilinn fræga. Þetta endar 2-0 fyrir heimamönnum þar sem Bruno og Rasmus Højlund skora.
Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH
0-3 Arsenal.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks
United vinnur 2-0. Strax panic hjá Arsenal.
Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV
0-2 Arsenal, gömul saga og ný.
Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur
2-2 jafntefli, drama í uppbótartíma.
Kjartan Atli, sjónvarpsmaður og körfuboltaþjálfari
United vinnur 2-1.
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram
Þessi leikur fer 1-1. United verða öflugir í ár.
Sóli Hólm, formaður Liverpool samfélagsins
2-2.
Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður hjá SÝN
Hann fer 1-1. En verður geggjaður leikur. Mun keyra nýtt tímabil á Sýn Sport í gang á fleygiferð.
12.08.2025 11:30
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða lið veldur mestum vonbrigðum?
11.08.2025 13:00
Tíu spurningar fyrir enska: Hver verða verstu kaup tímabilsins?
10.08.2025 15:00
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða leikmaður springur út?
10.08.2025 09:30
Tíu spurningar fyrir enska: Hver verður markakóngur?
08.08.2025 14:16
Tíu spurningar fyrir enska: Hver verða bestu kaup tímabilsins?
07.08.2025 17:30
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða stjóri verður fyrst rekinn?
07.08.2025 12:40
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða lið kemur mest á óvart?
06.08.2025 15:00
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða lið verður meistari?
Athugasemdir