Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   mið 13. ágúst 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Endurheimta ÍR-ingar toppsætið?
ÍR-ingar fara í Laugardal
ÍR-ingar fara í Laugardal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tímabilið hefur verið þungt hjá Valskonum sem taka á móti Stjörnunni
Tímabilið hefur verið þungt hjá Valskonum sem taka á móti Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag en helst ber að nefna leik Vals og Stjörnunnar í Bestu deild kvenna og þá er heil umferð spiluð í Lengjudeildinni.

Valskonur eru í 5. sæti deildarinnar með 18 stig og ekki lengur í titilbaráttu, en liðið er heilum nítján stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af hefðbundinni tveggja umferða deild. Stjarnan er í 6. sæti með 15 stig.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er spilaður á Hlíðarenda.

Heil umferð er spiluð í Lengjudeild karla og spennan að magnast fyrir lokasprettinn.

Topplið Njarðvíkur heimsækir Fjölni á meðan ÍR, sem er í öðru sæti, heimsækir Þrótt í Laugardal. Völsungur mætir Þór í norðanslag og þá er grannaslagur á milli Keflavíkur og Grindavíkur á HS Orkuvellinum.

Alla leiki dagsins má sjá hér fyrir neðan.

Leikir dagsins:

Besta-deild kvenna
18:00 Valur-Stjarnan (N1-völlurinn Hlíðarenda)

Lengjudeild karla
18:00 Leiknir R.-Fylkir (Domusnovavöllurinn)
18:00 Selfoss-HK (JÁVERK-völlurinn)
18:00 Völsungur-Þór (PCC völlurinn Húsavík)
18:00 Keflavík-Grindavík (HS Orku völlurinn)
18:30 Fjölnir-Njarðvík (Fjölnisvöllur)
19:15 Þróttur R.-ÍR (AVIS völlurinn)

2. deild karla
18:00 Víkingur Ó.-Haukar (Ólafsvíkurvöllur)
18:00 Ægir-Þróttur V. (GeoSalmo völlurinn)
18:00 Dalvík/Reynir-Kormákur/Hvöt (Dalvíkurvöllur)
18:00 Víðir-Kári (Nesfisk-völlurinn)
18:00 KFA-Höttur/Huginn (SÚN-völlurinn)
19:15 KFG-Grótta (Samsungvöllurinn)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 18 16 1 1 77 - 15 +62 49
2.    FH 18 12 2 4 44 - 21 +23 38
3.    Þróttur R. 18 11 3 4 34 - 22 +12 36
4.    Valur 18 8 3 7 30 - 27 +3 27
5.    Víkingur R. 18 8 1 9 40 - 39 +1 25
6.    Stjarnan 18 8 1 9 31 - 36 -5 25
7.    Þór/KA 18 7 0 11 31 - 41 -10 21
8.    Fram 18 7 0 11 24 - 43 -19 21
9.    Tindastóll 18 5 2 11 22 - 44 -22 17
10.    FHL 18 1 1 16 11 - 56 -45 4
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner
banner
banner