Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Valur færir Daða frá Ólafsvík til Selfoss (Staðfest)
Daði í leik með Ólsurum í sumar
Daði í leik með Ólsurum í sumar
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Valur hefur lánað miðvörðinn Daða Kárason til Selfoss út þetta tímabil.

Daði er 24 ára gamall öflugur leikmaður sem hefur spilað síðustu þrjú tímabili með Víkingi Ólafsvík.

Hann er uppalinn í Val en steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með KH, venslafélagi Vals.

Sumarið 2023 fór hann til Víkings Ó. og spilaði veigamikið hlutverk í liðinu næstu tvö árin.

Daði gerði tveggja ára samning við Val í lok síðasta árs og var síðan aftur lánaður í Víking fyrir þetta tímabil, en Valsmenn kölluðu hann úr láni á lokadegi gluggans og sendu hann í Selfoss út leiktíðina.

Varnarmaðurinn er kominn með leikheimild og má því spila þegar liðið mætir HK á morgun í Lengjudeildinni.

Selfoss er í 9. sæti deildarinnar með 13 stig og er aðeins að hugsa um það að halda sæti sínu í deildinni fyrir næsta tímabil, en möguleikinn á að komast í umspil er nánast úti enda liðið sextán stigum frá umspilssæti þegar sex umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner