Valur hefur lánað miðvörðinn Daða Kárason til Selfoss út þetta tímabil.
Daði er 24 ára gamall öflugur leikmaður sem hefur spilað síðustu þrjú tímabili með Víkingi Ólafsvík.
Hann er uppalinn í Val en steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með KH, venslafélagi Vals.
Sumarið 2023 fór hann til Víkings Ó. og spilaði veigamikið hlutverk í liðinu næstu tvö árin.
Daði gerði tveggja ára samning við Val í lok síðasta árs og var síðan aftur lánaður í Víking fyrir þetta tímabil, en Valsmenn kölluðu hann úr láni á lokadegi gluggans og sendu hann í Selfoss út leiktíðina.
Varnarmaðurinn er kominn með leikheimild og má því spila þegar liðið mætir HK á morgun í Lengjudeildinni.
Selfoss er í 9. sæti deildarinnar með 13 stig og er aðeins að hugsa um það að halda sæti sínu í deildinni fyrir næsta tímabil, en möguleikinn á að komast í umspil er nánast úti enda liðið sextán stigum frá umspilssæti þegar sex umferðir eru eftir.
Athugasemdir