Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 14. september 2019 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Stórkostlegt sigurmark Neymar í uppbótartíma
Brasilíska stórstjarnan Neymar hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í sumar. Hann vildi fara aftur til Barcelona en samningar náðust ekki tímanlega og því er hann áfram leikmaður PSG.

Neymar spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag er PSG fékk Strasbourg í heimsókn. Hann byrjaði inná og baulaði stór hluti stuðningsmanna á hann.

Staðan var markalaus þar til í uppbótartíma og svaraði Neymar baulinu þá með stórkostlegu sigurmarki sem er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Neymar fékk fyrirgjöf frá vinstri kanti og fór í bakfallsspyrnu. Hann kom vinstri fætinum í knöttinn og skoraði glæsilegt mark.

Athugasemdir
banner