Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 14. september 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi spilaði þegar Barcelona bar sigur úr býtum í æfingaleik
Argentínumaðurinn Lionel Messi spilaði æfingaleik með Barcelona um helgina þegar liðið vann 3-1 sigur á Gimnastic.

Barcelona hefur ekki leik í spænsku úrvalsdeildinni fyrr en um næstu helgi.

Messi var fyrirliði í leiknum en það voru Antoine Griezmann, Ousmane Dembele og Philippe Coutinho sem skoruðu mörk Börsunga. Arturo Vidal og Luis Suarez voru ekki með, en þeir eru væntanlega á förum.

Það hefur verið stór og mikil saga í kringum Messi í sumar. Hann vildi yfirgefa Barcelona en fékk ekki ósk sína uppfyllta. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og samþykkti að vera áfram.
Athugasemdir
banner