Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. september 2021 14:20
Innkastið
Eiga hrós skilið fyrir að hafa lagað hugarfarið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ekki síst hvað þeir eru orðnir andlega sterkir sem er eins eftirtektarvert og hvað þeir eru orðnir góðir í fótbolta. Ég er eiginlega orðinn blár í framan af því að hrósa þeim fyrir hvernig þeir nálgast leikinn," segir Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

Breiðablik er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með tveggja stiga forystu á Víking þegar tvær umferðir eru eftir. Blikar mæta FH á sunnudaginn og leika svo gegn HK í lokaumferðinni.

Tómas Þór segir að Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari hafi náð inn mikilli hugarfarsbreytingu hjá leikmönnum liðsins.

„Allar tölur segja að þeir séu bestir og þeir eru það. Titillinn er þeirra að tapa en ef það er eitthvað sem ég vil hrósa þeim fyrir er þessi andlegi styrkur þeirra, viljinn og hugarfarið. Þetta er eitthvað sem þeir hafa ekki verið með undanfarin ár."

„Þeir eru að plata sjálfa sig ef þeir halda því fram að þetta sé eitthvað sem þeir hafi haft síðustu ár. Þegar Óskar Hrafn tók við þá var 'þetta svo erfitt, erfiðar æfingar'. Þannig var þetta bara, þetta var of flókið og erfitt til að þeir væru að nenna þessu. Svo fóru þeir að trúa, nenna þessu og gera þetta vel. Óskar Hrafn nær að stimpla sínu hugarfari inn í þessa stráka. Þeir hafa bara orðið betri og betri. Þeir eiga allt hrós skilið fyrir að laga hugarfarið," segir Tómas Þór.

Í Innkastinu er einnig rætt um frammistöðu leikmanna Breiðabliks og hvernig allir í liðinu hafa stigið upp og orðið betri.
Innkastið - Öll spjót beinast að Heimi og Skagamenn sleppa
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner