Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 14. september 2024 12:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Onana bjargaði Dalot úr skítnum og vakti samherja sína
Andre Onana.
Andre Onana.
Mynd: Getty Images
Marki De Ligt fagnað.
Marki De Ligt fagnað.
Mynd: Getty Images
Andre Onana varð eftir um hálftíma leik til þess að Manchester United lenti ekki undir gegn Southampton. Southampton hafði verið betra liðið á vellinum og eftir um hálftíma leik fékk liðið vítaspyrnu.

Vítaspyrnuna fékk liðið á silfurfati því Diogo Dalot sýndi glórulausa takta þegar hann renndi sér við vítateigslínuna og tók niður Tyler Dibling.

Cameron Archer þurfti að bíða í smá stund eftir því að fá taka vítið því skoða þurfti hvort að brot Dalot hefði mögulega átt sér stað fyrir utan teig, en það var ekki svo.

Archer steig svo á punktinn en Andre Onana sá við honum, vel varið hjá Kamerúnanum.

Varslan reyndist gífurlega dýrmæt fyrir gestina því leikurinn sveiflaðist með þeim í kjölfarið. Örfáum mínútum eftir vörsluna kom Matthijs de Ligt United yfir með skallamarki eftir fyrirgjöf frá Bruno Fernandes.

Marcus Rashford tvöfaldaði svo forystu Man Utd með sínu fyrsta marki á tímabilinu. Atvikin má sjá hér að neðan.





Athugasemdir
banner
banner