Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 14. október 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Þriggja ára bann fyrir fordóma í garð Salah
Bradley Thumwood, stuðingsmaður West Ham, hefur verið settur í þriggja ára bann frá fótboltavöllum á Englandi.

Thumwood er dæmdur í bannið fyrir að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Mohamed Salah, leikmanns Liverpool, í leik í janúar síðastliðnum.

Hinn 48 ára gamli Thumwood játaði brot sitt.

Auk þess að vera dæmdur í bann frá fótbolta þá þarf Thumwood að greiða 400 pund í sekt.
Athugasemdir