Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 16:15
Magnús Már Einarsson
Yaya Toure vill snúa aftur í ensku úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Yaya Toure, fyrrum miðjumaður Manchester City, segist vilja snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Hinn 36 ára gamli Toure hjálpaði á dögunum Qingdao Huanghai upp úr kínversku B-deildinni en hann skoðar nú næstu skref á ferli sínum.

„Ég myndi gjarnan vilja það en það veltur á hvernig liðið væri," sagði Toure við Sky Sports aðspurður út í endurkomu í ensku úrvalsdeildina.

„Við sjáum til því stundum horfir fólk í Evrópu öðruvísi á aldur leikmanna. Þetta snýst ekki um það. Þetta veltur á félaginu og því sem það vill afreka."

Toure hefur verið að afla sér þjálfararéttinda og útilokar ekki að næsta skref á ferlinum verði að fara í félag þar sem hann getur verið leikmaður og í þjálfarateyminu.
Athugasemdir
banner
banner
banner