Cristiano Ronaldo var í löngu viðtali hjá Piers Morgan en þar ræðir hann um erfiða tíma hjá Manchester United.
Það er ljóst að Ronaldo hefur ekki verið ánægður með vinnubrögð félagsins en hann eignaðist tvíbura ásamt Georginu Rodriguez, strák og stelpu en strákurinn lést við fæðingu.
Þau voru í einhvern tíma á spítala með nýfæddri dóttur sinni en hann sagði í viðtali hjá Morgan að enginn í enska félaginu hafi virt það að hann þurfti tíma með fjölskyldunni sinni.
„Ég talaði við forstjóra hjá félaginu, það var eins og þeir trúðu ekki að það væri eitthvað að og það lét mér líða illa. Ég myndi aldrei taka heilsu fjölskyldunnar minnar framyfir fótboltann, hvorki núna, fyrir tíu árum eða eftir tíu ár," sagði Ronaldo.
Hann tók ekki þátt í undirbúningstímabilinu með félaginu til að eyða tíma með fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum.
Athugasemdir