Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. nóvember 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Carsley um meiðslin: Nóvember alltaf verið erfiður
Carsley stýrir Englandi í næstsíðasta skipti áður en hann missir stöðu sína sem aðalþjálfari landsliðsins.
Carsley stýrir Englandi í næstsíðasta skipti áður en hann missir stöðu sína sem aðalþjálfari landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Harry Kane er kominn með tvö mörk í þremur leikjum í Þjóðadeildinni í haust en hann var ekki með í tapinu gegn Grikklandi vegna meiðsla.
Harry Kane er kominn með tvö mörk í þremur leikjum í Þjóðadeildinni í haust en hann var ekki með í tapinu gegn Grikklandi vegna meiðsla.
Mynd: Getty Images
Lee Carsley bráðabirgðaþjálfari enska landsliðsins svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær.

Fundurinn var haldinn til að hita upp fyrir mikilvægan útileik Englands gegn Grikklandi í toppslag í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Helsta umtalsefni fundarins voru meiðslavandræði enska landsliðsins þar sem níu leikmenn hafa þurft að draga sig úr landsliðshópnum í vikunni.

„Við verðum að gera það besta úr stöðunni og líta á jákvæðu hliðarnar. Þetta gefur nýjum leikmönnum tækifæri til að sanna sig á alþjóðlega sviðinu. Ég get ekki sagt að ég sé hissa á öllum þessum meiðslum, nóvember hefur alltaf verið mjög erfiður mánuður þegar kemur að meiðslum," sagði Carsley.

Carsley var næst spurður út í ummæli sem Harry Kane lét falla fyrr á fréttamannafundinum, þar sem landsliðsfyrirliðinn gagnrýndi leikmenn fyrir að gefa ekki kost á sér í landsliðið.

„Þetta er hans skoðun og það er ekki mitt hlutverk að breyta henni. Ég tekst á við vandamálin eins og þau birtast mér, en við erum á mjög viðkvæmum tímapunkti útaf öllu þessu leikjaálagi. Það eru líka margir leikmenn búnir að draga sig úr U21 og U20 landsliðshópunum vegna meiðsla.

„Ég er sannfærður um að allir þeir leikmenn sem eru hér með hópnum séu gríðarlega stoltir af því. Þeir eru afar einbeittir og eru komnir til Grikklands til að sigra."


England þarf sigur í kvöld til að eiga möguleika á toppsæti riðilsins, þar sem Grikkir unnu fyrri innbyrðisviðureign liðanna 1-2 á Wembley.
Athugasemdir
banner
banner
banner