Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 14. nóvember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jarell Quansah kemur inn fyrir Branthwaite
Quansah hefur í heildina tekið þátt í 37 keppnisleikjum með aðalliði Liverpool.
Quansah hefur í heildina tekið þátt í 37 keppnisleikjum með aðalliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jarrad Branthwaite varnarmaður Everton var ekki í upprunalegum landsliðshópi Englands fyrir leikina gegn Grikklandi og Írlandi í Þjóðadeildinni í landsleikjahlénu.

Hann var þó kallaður upp í hópinn eftir að átta leikmenn drógu sig úr honum vegna ýmissa meiðsla eða hnjaska.

Eftir nokkra daga með hópnum meiddist Branthwaite og hefur snúið aftur heim. Lee Carsley landsliðsþjálfari hefur því ákveðið að kalla Jarell Quansah upp í A-landsliðið.

Quansah kemur úr U21 landsliðinu en hann er 21 árs gamall og hefur spilað 29 leiki fyrir unglingalandslið Englands. Hann gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik á næstu dögum.

Quansah er varnarmaður Liverpool sem kom við sögu í 33 leikjum á síðustu leiktíð, en hefur eingöngu tekið þátt í fjórum leikjum undir stjórn Arne Slot.

England heimsækir Grikkland í kvöld og tekur svo á móti nágrönnum sínum frá Írlandi á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner