Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fim 14. nóvember 2024 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Glæsilegt mark Raphinha dugði ekki til - Vinicius klikkaði á víti
Mynd: EPA

Venesúela 1-1 Brasilía
1-0 Raphinha ('43 )
1-1 Telasco Segovia ('46 )
Rautt spjald: Alexander Gonzalez, Venesúela ('89 )


Brasilía missteig sig í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM í kvöld þegar liðið mætti Venesúela.

Raphinha kom Brasilíu yfir undir lok fyrri hálfleik með marki beint úr aukaspyrnu en boltinn fór í stöngina og inn.

Telasco Segovia kom inn á sem varamaður í hálfleik hjá Venesúela en hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn því hann jafnaði metin eftir aðeins 40 sekúndur í seinni hálfleik.

Eftir klukkutíma leik braut Rafael Romo, markvörður Venesúela, á Vinicius Junior inn á teignum og vítaspyrna dæmd. Vinicius Junior tók spyrnuna en Romo varði frá honum.

Venesúela var manni færri í uppbótatímanum en Brasilía tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og jafntefli því niðurstaðan. Brasilía er í 3. sæti með 17 stig en Venesúela í 7. sæti með 12 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner