Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
   fim 14. desember 2023 13:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Viktor Karl: Langskemmtilegasti parturinn af þessu tímabili
 Allt umfangið í kringum keppnina er búið að vera hápunktur á þessu tímabili
Allt umfangið í kringum keppnina er búið að vera hápunktur á þessu tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég held ég hafi gert það ágætlega, er kominn aftur í liðið núna og vonandi verður það þannig áfram
Ég held ég hafi gert það ágætlega, er kominn aftur í liðið núna og vonandi verður það þannig áfram
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mér finnst alltaf gaman að ferðast með liðinu, þetta er góður hópur og góðir vinir mínir
Mér finnst alltaf gaman að ferðast með liðinu, þetta er góður hópur og góðir vinir mínir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Leikurinn leggst mjög vel í mig. Þetta er búið að vera langt og skemmtilegt og það væri gaman að klára þetta með góðum leik og þremur stigum í dag," sagði Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net í Lublin í dag.

Í kvöld fer fram síðasti leikur tímabilsins hjá Breiðabliki þegar liðið mætir Zorya Luhansk í pólsku borginni Lublin í dag. Leikurinn er liður í síðustu umferð riðlakeppninnar í Sambandsdeildinni og á hvorugt liðið möguleika á því að fara áfram í útsláttarkeppnina.

„Ég myndi segja það, það eru búnir að vera frábærir leikir í þessari keppni og mikið gaman. Mér finnst alltaf gaman að ferðast með liðinu, þetta er góður hópur og góðir vinir mínir."

Blikar hafa ekki náð í stig til þessa í keppninni og ætla sér úrslit í kvöld.

„Það væri hrikalega gaman að ná í góð úrslit í þessum leik. Mér hefur fundist við hafa sýnt góðar frammistöður í þessum leikjum og finnst við eiga vera búnir að fá fleiri stig. Það væri mjög gaman að enda þetta með þremur stigum í kvöld."

„Við þurfum fyrst og fremst að halda markinu okkar hreinu með góðum varnarleik. Við fengum á okkur mark úr aukaspyrnu í fyrri leiknum gegn Zorya. Við þurfum að koma í veg fyrir auðveld mörk. Svo eru þeir hættulegir í skyndisóknum þannig við þurfum að vera vel mannaðir til baka þegar við erum að sækja. Þá ættum við að geta gert eitthvað."


Hvernig hefur verið að taka þátt í Sambandsdeildinni til þessa?

„Fyrir mig persónulega er þetta langskemmtilegasti parturinn af þessu tímabili; að ferðast í þessa leiki og upplifa að spila á þessum geggjuðu völlum á móti þessum liðum sem fylla vellina sína með mörg þúsund manns. Allt umfangið í kringum keppnina er búið að vera hápunktur á þessu tímabili."

Sjö af tíu
Hvernig metur Viktor sitt tímabil?

„Kannski heilt yfir 7 af 10. Það er fullt sem ég hefði verið til í að bæta og gera öðruvísi en ég er heilt yfir búinn að spila mjög mikið af leikjum og held ég standa mig prýðilega. Heilt yfir er ég sáttur."

Viktor var aðeins á bekknum um miðbik móts. Hvernig fannst honum það?

„Þjálfararnir vildu kannski fá eitthvað annað inn í liðið á þeim tímapunkti. Það er bara ákvörðun sem þeir taka, maður þarf bara að sýna sig á æfingum og sanna að maður eigi að vera í þessu liði. Ég held ég hafi gert það ágætlega, er kominn aftur í liðið núna og vonandi verður það þannig áfram."

Eitthvað sem allir vilja
Viktor talar um Evrópukeppnina sem langskemmtilegasta partinn af tímabilinu. Hann langar að upplifa fleiri svona ævintýri í framtíðinni.

„Alveg klárlega, að hafa tímabilið svona er held ég eitthvað sem allir vilja; að vera klára núna í desember og fá þá ágætis frí yfir jólin. Þá er þetta kannski eins og úti í Evrópu, þá eru menn á svona tímabili. Ég held það sé klárlega draumurinn að fá bara stutt undirbúningstímabil og vera svo kominn í nýtt tímabil."

Opinn fyrir því ef tækifærið býðst
Eitthvað horft í að fara aftur erlendis og spila lengri tímabil?

„Ekkert sem ég er að hugsa eitthvað um núna, en ég væri alltaf opinn fyrir því ef það kæmi tækifæri. Alveg klárlega, en ekkert sem ég er að pæla í neitt sérstaklega núna," sagði Viktor að lokum.

Hann var á sínum tíma á mála hjá AZ í Hollandi og lék þá hálft tímabil með Värnamo í Svíþjóð.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner