Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. janúar 2021 09:23
Magnús Már Einarsson
Pogba: Erum ekki jafn góðir og Liverpool ennþá
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, segir að liðið geti ekki talað um að vera af sama styrkleika og Liverpool fyrr en það vinnur ensku úrvalsdeildina.

Þessir erkifjendur mætast í toppslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn en Manchester United er á toppnum í dag eftir að hafa unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum.

„Auðvitað getum við ekki sagt að við séum jafn góðir og þeir því að þeir unnu ensku úrvalsdeildina og halda áfram að við vinna. Daginn sem við vinnum deildina getum við sagt að við séum í sama styrkleikaflokki," sagði Pogba.

„Ef þú vilt vera sá besti þá þarftu að vinna þá bestu. Við viljum vinna ensku meistarana."

„Við vitum hversu vel þeir hafa spilað undanfarin ár - við vitum hvernig gæðin hjá þeim eru og hvernig þeir spila. Þetta eru alltaf erfiðir leikir."

„Við vitum hversu erfitt þetta verður og við verðum að hafa einbeitingu og reyna að vera áfram á toppnum. Ég held að við getum unnið deildina ef við höldum einbeitingu en það eru líka mörg lið sem geta unnið."

Enski boltinn - Tekist á fyrir stórleik ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner