Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 15. janúar 2022 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðný lék í stórsigri AC Milan - Sverrir og María í sigurliði
Guðný Árnadóttir.
Guðný Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir lék í sigri PAOK.
Sverrir lék í sigri PAOK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Guðný Árnadóttir spilaði allan leikinn í vörninni hjá AC Milan þegar liðið vann frábæran 6-0 sigur gegn Hellas Verona í ítölsku úrvalsdeildinni.

AC Milan er risastórt og mikil viðurkenning fyrir Guðnýju að vera ávall í byrjunarliðinu.

AC Milan er eftir leikinn í dag í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig úr 12 leikjum.

Annars staðar á Ítalíu, þá lék Hjörtur Hermannsson í hægri bakverði þegar Pisa tapaði 1-3 gegn Frosinone í ítölsku B-deildinni. Pisa er á toppnum í B-deildinni með einu stigi meira en Brescia.

Sverrir Ingi í sigurliði
Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK er liðið lagði OFI Crete að velli í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir er búinn að jafna sig af meiðslum og er kominn á fulla ferð með PAOK, sem er í öðru sæti í Grikklandi.

Birkir lék allan leikinn í jafntefli
Birkir Bjarnason, sem varð á síðasta ári leikjahæstur í sögu karlalandsliðsins, lék allan leikinn fyrir Adana Demirspor þegar liðið gerði jafntefli gegn Kayserispor í tyrknesku úrvalsdeildinni í kvöld. Kayserispor jafnaði metin á 88. mínútu.

Birkir og félagar eru í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar í Tyrklandi og eru að eiga mjög gott tímabil.

María lék með Man Utd
María Þórisdóttir kom inn af bekknum á 81. mínútu þegar Manchester United vann 5-0 sigur gegn Birmingham í ensku úrvalsdeildinni.

María spilar fyrir norska landsliðið en á íslenskan föður. Faðir hennar er Þórir Hergeirsson, sem hefur gert magnaða hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta.

Flottur sigur hjá Man Utd sem er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner