Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 15. janúar 2022 09:55
Brynjar Ingi Erluson
Vlahovic nálgast Arsenal - Mbappe gæti framlengt við PSG
Powerade
Dusan Vlahovic gæti farið til Arsenal
Dusan Vlahovic gæti farið til Arsenal
Mynd: EPA
Kylian Mbappe áfram hjá PSG?
Kylian Mbappe áfram hjá PSG?
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland þarf að ákveða sig
Erling Braut Haaland þarf að ákveða sig
Mynd: EPA
Þá er komið að því allra helsta í slúðurpakkanum á þessum ágæta laugardegi en það er nóg um að vera í ensku pressunni.

Kylian Mbappe (23), framherji Paris Saint-Germain í Frakklandi, var sagður á leið til spænska félagsins Real Madrid eftir leiktíðina, en nú er hann í viðræðum við PSG um nýjan samning. (Telegraph)

Erling Braut Haaland, leikmaður Borussia Dortmund, segist undir mikilli pressu frá félaginu að taka ákvörðun varðandi framtíðina. Stærstu félög Evrópu eru á eftir þessum 21 árs gamla framherja. (Guardian)

Fiorentina er nálægt því að samþykkja 58 milljón punda tilboð frá Arsenal í serbneska framherjann Dusan Vlahovic. (La Repubblica)

Bayern München og Barcelona hafa áhuga á því að fá Andreas Christensen (25), varnarmann Chelsea, eftir tímabilið þegar samningi hans lýkur. (Fabrizio Romano)

Antonio Conte, stjóri Tottenham, er samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð, en hann neitar að tala um framtíðina og segist einbeittur á það sem er að gerast núna. (Guardian)

Tanguy Ndombele (25), miðjumaður Tottenham, æfir einn á æfingasvæði enska félagins en hann gæti verið á förum frá félaginu í þessum mánuði. (Football London)

Manchester United er búið að hafa samband við Simone Inzaghi, þjálfara Inter, um að taka við liðinu í sumar, en Inzaghi er að hefja strangt enskunám á næstu vikum. (Corriere dello Sport)

Southampton hefur spurst fyrir um Dean Handerson, markvörð Manchester United, í þessum mánuði. (Football Insider)

Southampton vill gera félagaskipti Armando Broja (20) varanleg, en hann er á láni frá Chelsea. Það gæti orðið mikil samkeppni um albanska framherjann. (Sky Sports)

Viðræður Arsenal við Juventus um Arthur Melo eru á lokastigi en hann er á leið á láni út þessa leiktíð. (Telegraph)

Newcastle United og Watford hafa bæði áhuga á því að fá Ludovic Blas, vængmann Nantes í Frakklandi. (Star)

Wolves er þá reiðubúið að hlusta á tilboð í Willy Boly, varnarmann félagsins, en hann á að snúa til baka úr meiðslum í næsta mánuði. (Mail)

Burnley er ákveðið í því að fá Andy Carroll, leikmann Reading, til félagsins í stað Chris Wood sem fór til Newcastle á dögunum. Samningur Carroll við Reading rennur út í lok janúar. (Mail)

Tottenham hefur spurst fyrir um Benjamin Mensah (19), leikmann Peterborough. (Peterboroug Telegraph)

Blackburn Rovers í ensku B-deildinni er að ganga frá samningum við Dilan Markanday (20), leikmann Tottenham, en hann hafnaði nýju samningstilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu og er í leit að meiri spiltíma. (Sky Sports)

Tottenham hefur boðið Wolves fjóra leikmenn í skiptum fyrir Adama Traore (25. (Teamtalk)

Barcelona ætlar að selja Sergino Dest (21), varnarmann liðsins, til þess að eiga fyrir nýjum framherja. Chelsea og Bayern hafa áhuga. (ESPN)

Brasilíska félagið Flamengo hefur lagt fram 8 milljón punda tilboð í Andreas Pereira (26), leikmann Manchester United, en hann er nú þegar á láni hjá félaginu. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner