Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Valur kaupir efnilegasta leikmann Lengjudeildarinnar (Staðfest)
Aufí þykir ein efnilegasta fótboltastelpa landsins og verður gríðarlega áhugavert að fylgjast með þróun hennar á komandi árum.
Aufí þykir ein efnilegasta fótboltastelpa landsins og verður gríðarlega áhugavert að fylgjast með þróun hennar á komandi árum.
Mynd: Valur
Valur hefur gengið frá kaupum á Arnfríði Auði Arnarsdóttur, einni af allra efnilegustu fótboltastelpum landsins.

Kaupverðið er óuppgefið en gæti verið metfé í íslenska kvennaboltanum. Dýrustu félagaskiptin hingað til voru framkvæmd árið 2016 þegar Valur keypti Söndru Sigurðardóttur frá Stjörnunni og Breiðablik keypti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur frá Fylki.

Valur kaupir Arnfríði frá Gróttu þar sem hún er uppalin og með 59 keppnisleiki að baki. Þrátt fyrir að leika sem miðjumaður hefur hún skorað 31 mark í þessum 59 leikjum.

Arnfríður, sem er kölluð Aufí, er aðeins 16 ára gömul og leikur lykilhlutverk í yngri landsliðum Íslands. Hún skoraði 9 mörk í 18 deildarleikjum í fyrra er Grótta endaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar og mistókst að tryggja sér sæti í Bestu deildinni á markatölu.

Aufí gerir þriggja ára samning við Val og mun þar leika undir stjórn Matthíasar Guðmundssonar sem er einn af tveimur aðalþjálfurum kvennaliðsins. Aufí og Matthías þekkjast vel eftir dvöl þeirra saman hjá Gróttu.

„Aufí er tæknilega góð og kröftug og ég þekki hana vel enda var hún hjá mér í Gróttu. Það verður spennandi að sjá hvernig hún spjarar sig í Val og í deild þeirra bestu en ég hef fulla trú á því að hún eigi eftir að ná mjög langt,“ sagði Matthías.

Aufí er fimmti leikmaðurinn sem Valur sækir á skömmum tíma eftir að félagið krækti í tvo markverði og tvær unglingalandsliðsstelpur.

Tinna Brá Magnúsdóttir og Esther Júlía Gustavsdóttir eru markverðir sem komu úr röðum Fylkis og Keflavíkur á meðan Hrafnhildur Salka Pálmadóttir og Sóley Edda Ingadóttir eru unglingalandsliðsstelpur sem voru báðar keyptar frá Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner