Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. febrúar 2021 20:03
Brynjar Ingi Erluson
England: West Ham skaut Liverpool úr topp fjórum
Jesse Lingard og félagar í West Ham fagna marki Issa Diop í kvöld
Jesse Lingard og félagar í West Ham fagna marki Issa Diop í kvöld
Mynd: Getty Images
West Ham 3 - 0 Sheffield Utd
1-0 Declan Rice ('41, víti )
2-0 Issa Diop ('58 )
3-0 Ryan Fredericks ('90 )

West Ham United lagði Sheffield United að velli, 3-0, á London-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Declan Rice skoraði úr fyrsta víti West Ham á tímabilinu.

Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur. Rice átti gott skot strax á 4. mínútu leiksins sem Aaron Ramsdale varði vel. West Ham fékk aukaspyrnu stuttu síðar en Simon Hooper, dómari leiksins, benti þó á vítapunktinn.

Brotið var á Craig Dawson innan teigs en þegar atvikið var skoðað aftur af VAR þá reyndist Dawson í rangstöðu þegar brotið átti sér stað og því dæmd rangstaða.

Fyrri leikurinn var afar fjörlegur og náðu Manuel Lanzini og Jesse Lingard vel saman. Ramsdale hafði nóg að gera í markinu og sá við þeim báðum með stuttu millibili.

Á 39. mínútu dró hins vegar til tíðinda. West Ham fékk fyrstu vítaspyrnuna á tímabilinu. Chris Basham braut þá á Lingard innan teigs og að þessu sinni fékk West Ham víti. Rice steig á punktinn og skoraði úr vítinu.

Issa Diop tvöfaldaði forystuna á 58. mínútu leiksins með skalla eftir hornspyrnu frá Aaron Cresswell. Aðeins fimm mínútum fyrir markið var David McGoldrick í fullkomnu færi til að jafna en Lukasz Fabianski varði meistaralega.

McGoldrick kom sér alltaf í færi í leiknum en var gersamlega fyrirmunað að koma boltanum í netið. Hræðileg færanýting hjá honum í kvöld.

Vladimir Coufal hefði þá getað bætt við þriðja marki West Ham er hann komst einn gegn Ramsdale í markinu en vantaði allt sjálfstraust í að klára færið. Á síðustu sekúndum leiksins gerði West Ham þriðja markið en Ryan Fredericks skoraði þá eftir sendingu frá Said Benrahma en báðir leikmennirnir komu inná sem varamenn.

Fleiri urðu mörkin ekki í þessum leik. Lokatölur 3-0 fyrir West Ham sem er nú komið í 4. sæti deildarinnar með 42 stig og upp fyrir Liverpool sem er í fimmta sætinu. Sheffield United er á fram á botninum með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner