Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. febrúar 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Núna sagt frá því að Marsch muni ekki taka við Southampton
Jesse Marsch.
Jesse Marsch.
Mynd: Getty Images
Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch verður ekki næsti stjóri Southampton á Englandi. Frá þessu greinir Jeremy Wilson, fréttamaður Telegraph.

Southampton er í stjóraleit eftir brottrekstur Nathan Jones og hefur verið í viðræðum við Marsch undanfarna daga en þær viðræður hafa núna siglt í strand.

Fréttaflutningur var fyrst á þá vegu að Marsch væri á góðri leið með að taka við liðinu en núna segir Wilson frá því að félagið hafi hætt við að ráða hann.

Southampton var ekki spennt fyrir því að gefa Marsch langtímasamning á þessum tímapunkti þar sem liðið er að berjast fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni. Ruben Selles, sem var aðstoðarþjálfari Ralph Hasenhuttl og Nathan Jones, mun stýra liðinu í næsta leik gegn Chelsea og svo verður staðan tekin.

Marsch var rekinn frá Leeds á dögunum. Hann var tæpt ár í starfi hjá Leeds, tók við af Marcelo Bielsa og náði einhvern veginn aldrei að vinna stuðningsmenn á sitt band.
Athugasemdir
banner
banner