Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   lau 15. febrúar 2025 18:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Gerði veðmál við eigandann og hefur ekki fengið á sig mark síðan
Mynd: EPA
Mynd: Preston
James Trafford, markvörður, Burnley hefur lokað fyrir markið síðan hann gerði veðmál við JJ Watt einn af eigeendum liðsins.

Hann setti sér það markmið að halda hreinu út tímabilið og þá myndi hinn 35 ára gamli JJ Watt taka skóna fram á ný en Watt er fyrrum leikmaður í bandarísku NFL deildinni í amerískum fótbolta.

Burnley gerði markalaust jafntefli gegn Preston í dag en þetta var ellefti leikurinn í röð sem Trafford heldur hreinu í deildinni. Frábær árangur hjá Trafford sem átti erfitt uppdráttar í úrvalsdeildinni þegar liðið féll á síðustu leiktíð.

Stefán Teitur Þórðarson var með betri leikmönnum Preston í leiknum en hann spilaði allan leikinn. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í undanförnum leikjum en var hent á bekkinn gegn Blackburn sem er eini tapleikur liðsins síðan í fyrsta leik ársins.

Sheffield United komst á toppinn með naumum sigri á Luton. Rob Holding spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið en hann kom inn á í seinni hálfleik. Luton situr sem fastast á botninum eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði 80 mínútur þegar Plymouth tapaði gegn Blackburn.

Blackburn 2 - 0 Plymouth
1-0 Adam Forshaw ('55 )
2-0 Tyrhys Dolan ('78 )

Cardiff City 1 - 1 Bristol City
0-1 Jason Knight ('60 )
1-1 Yousef Salech ('90 )

Hull City 1 - 1 Norwich
1-0 Matt Crooks ('14 )
1-1 Josh Sargent ('47 )

Luton 0 - 1 Sheffield Utd
0-1 Anel Ahmedhodzic ('79 )

Middlesbrough 0 - 1 Watford
0-1 Moussa Sissoko ('40 )

Millwall 1 - 1 West Brom
1-0 Jake Cooper ('19 )
1-1 Joe Bryan ('26 , sjálfsmark)

Oxford United 0 - 2 Portsmouth
0-1 Andre Dozzell ('47 )
0-2 Mark OMahony ('90 )

Preston NE 0 - 0 Burnley

Sheffield Wed 1 - 2 Coventry
0-1 Ellis Simms ('16 )
1-1 Joel Latibeaudiere ('62 , sjálfsmark)
1-2 Ellis Simms ('90 )

Stoke City 3 - 1 Swansea
0-1 Josh Tymon ('61 )
1-1 Wouter Burger ('64 )
2-1 Bae Joon-Ho ('73 )
3-1 Lewis Baker ('90 )


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 15 10 4 1 40 13 +27 34
2 Middlesbrough 15 8 5 2 19 13 +6 29
3 Stoke City 15 8 3 4 21 10 +11 27
4 Preston NE 15 7 5 3 20 14 +6 26
5 Hull City 15 7 4 4 26 24 +2 25
6 Millwall 15 7 4 4 17 20 -3 25
7 Ipswich Town 14 6 5 3 26 16 +10 23
8 Bristol City 15 6 5 4 22 18 +4 23
9 Charlton Athletic 15 6 5 4 16 12 +4 23
10 Derby County 15 6 5 4 20 19 +1 23
11 Leicester 15 5 6 4 18 16 +2 21
12 Wrexham 15 5 6 4 20 19 +1 21
13 Birmingham 15 6 3 6 20 17 +3 21
14 West Brom 15 6 3 6 14 16 -2 21
15 Watford 15 5 5 5 19 18 +1 20
16 QPR 15 5 4 6 17 23 -6 19
17 Southampton 15 4 6 5 18 21 -3 18
18 Swansea 15 4 5 6 15 19 -4 17
19 Blackburn 14 5 1 8 14 19 -5 16
20 Portsmouth 15 3 5 7 12 20 -8 14
21 Oxford United 15 3 4 8 16 22 -6 13
22 Sheffield Utd 15 3 1 11 11 26 -15 10
23 Norwich 15 2 3 10 14 23 -9 9
24 Sheff Wed 15 1 5 9 12 29 -17 -4
Athugasemdir
banner
banner
banner