Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. mars 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Geta ekki haldið Havertz sem kostar meira en 100 milljónir
Kai Havertz er efnilegur.
Kai Havertz er efnilegur.
Mynd: Getty Images
Peter Bosz, þjálfari Bayer Leverkusen, virðurkennir að það verði erfitt að halda Kai Havertz, en segir þrátt fyrir það að hann verði ekki seldur á neina smáaura.

Havertz er tvítugur að aldri og hefur verið orðaður við stærstu félög Evrópu.

„Kai er 20 ára en er nú þegar á fjórða tímabili sínu í þýska úrvalsdeildinni," sagði Bosz við Algemeen Dagblad. „Það segir mikið. Allir í Þýskalandi sjá hann sem undrabarn. Það er gaman að vinna með honum; hann er gáfaður og spilar á píanó."

„Við getum ekki haldið honum næsta sumar. Hann mun kosta 100 milljónir evra. Hvað er ég að segja? Meira en 100 milljónir."

Havertz er miðjumaður sem getur einnig leikið á kantinum. Hann hefur á þessu tímabili skorað tíu mörk í 34 keppnisleikjum.
Athugasemdir
banner
banner