Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 15. mars 2023 15:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Starfsmaður á vegum Salah braust inn í húsið hans
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: EPA
Það var brotist inn í hús í eigu fótboltamannsins Mohamed Salah í heimalandi hans, Egyptalandi, á dögunum.

Lögreglan í Egyptalandi hefur rannsakað málið og kom í ljós að starfsmaður á vegum Salah var hluti af hópnum sem braust inn í húsið.

Sá grunaði starfar í öryggisgæslu fyrir Salah en hann vissi að húsið væri autt á þessum tíma.

Maðurinn braust þarna inn ásamt félaga sínum og stal þar verðmætum. Búið er að endurheimta verðmætin.

Salah verður í eldlínunni í kvöld þegar Liverpool heimsækir Real Madrid í Meistaradeildinni.

Sjá einnig:
Meistaraspáin - Samfélagið trúir og lifir í voninni
Athugasemdir
banner