Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aldrei fengið kallið frá Dönum en skiptir nú í betra landslið
Mynd: EPA
Það kom mörgum á óvart að sjá nafnið Stefan Gartenmann í landsliðshópi Sviss í vikunni.

Gartenmann er 28 ára gamall varnarmaður og hefur aldrei spilað A-landsleik. Hann er fæddur í Danmörku og lék með yngri landsliðum Danmerkur.

Hann hóf feril sinn með Roskilde en fór ungur að árum til Heerenveen. Hann hefur einnig leikið með SonderjyskE, Midtjylland og Aberdeen. Í dag er hann leikmaður Ferencvaros í Ungverjalandi.

Hann hefur nú verið valinn í landslið Sviss en hann gat það þar sem hann á ættir sínar að rekja þangað í gegnum afa sinn. Murat Yakin, landsliðsþjálfari Sviss, hefur heillast af honum hjá Ferencvaros og valdi hann í hópinn fyrir leiki gegn Norður-Írlandi og Lúxemborg síðar í þessum mánuði.

Svissneska landsliðið er í 20. sæti á heimslista FIFA en Danmörk í 21. sæti svo Gartenman hefur valið að spila fyrir betra landslið eins og staðan er í dag.
Athugasemdir
banner
banner