Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
Lækka verðmiðann á Garnacho til að selja hann
Powerade
Manchester United reynir að selja Garnacho.
Manchester United reynir að selja Garnacho.
Mynd: EPA
Hugo Ekitike.
Hugo Ekitike.
Mynd: Frankfurt
Manchester United hefur áhuga á ungstirni hjá Ajax, Arsenal sendir Bayern fyrirspurn og Eintracht Frankfurt hefur sett verðmiða á Hugo Ekitike. Þetta og fleira í slúðurpakkanum.

Rauðu djöflarnir hafa lækkað verðmiðann á argentínska sóknarleikmanninum Alejandro Garnacho (20) úr meira en 50 milljónum punda í undir 40 milljónir. Félagið vonast til að geta selt hann. (Tutto Mercato)

United hefur áhuga á að fá Abdellah Ouazane (16) frá Ajax eftir að miðjumaðurinn sló í gegn fyrir Marokkó á Afríkukeppni U17. (Mail)

Arsenal hefur sent Bayern München fyrirspurn varðandi franska kantmannninn Kingsley Coman (28). (Sky Sports)

Eintracht Frankfurt hefur sett 86 milljóna punda verðmiða á franska framherjann Hugo Ekitike (22) sem hefur vakið áhuga frá Arsenal og Tottenham. (Bild)

Tottenham er tilbúið að slá félagaskiptamet sitt og borga um 65 milljónir punda fyrir Matheus Cunha (25), framherja Wolves og Brasilíu. (Fichajes)

Crystal Palace hefur áhuga á að fá Marcus Rashford (27) framherja Manchester United og enska landsliðsins eftir flotta frammistöðu hans á lánstímanum hjá Aston Villa. (Sun)

Liverpool og Everton ætla að berjast í sumar um enska miðjumanninn Chris Rigg (17) hjá Sunderland, 17. (The i)

Það er ólíklegt að Manchester United selji markvörðinn Andre Onana (29) í sumar nema þeir geti fengið væna upphæð fyrir hann. (NBC Sports)

Manchester City mun framlengja eins árs samning við þýska miðjumanninn Ilkay Gundogan (34) til að halda honum til 2026. (Fabrizio Romano)

Real Madrid mun reyna að fá Erling Haaland (24), framherja City og Noregs, ef brasilíski framherjinn Vinicius Jr fer til Sádi-Arabíu. (Sky Sports)

Barcelona hefur sett 78 milljóna punda verðmiða á brasilíska kantmanninn Raphinha (28) eftir áhuga frá Sádi-Arabíu. (Catalunya Radio)

Concacaf er mótfallið hugmyndum um að stækka HM 2030 upp í 64 lið. Áður höfðu UEFA og asíska sambandið sagst sama sinnis en Conmebol hinsvegar styður stækkun. (BBC)
Athugasemdir
banner