Sigurður Breki Kárason varð í gær yngsti leikmaður í sögu efstu deildar til þess að byrja leik þegar hann var í byrjunarliði KR gegn Val í gær. Þetta var frumraun unglingalandsliðsmannsins í efstu deild, hann átti góðan leik og lék allar mínútur leiksins.
Hann var í gær 15 ára og 125 daga gamall og sló 31 árs gamalt met Eiðs Smára Guðjohnsen sem var fyrir gærdaginn yngsti leikmaður til að byrja leik í efstu deild. Það var að sjálfsögðu Víðir Sigurðsson sem vakti athygli á þessari staðreynd á mbl.is í gærkvöldi. Síðustu mínútur leiksins spilaði Sigurður með yngsta leikmanni í sögu efstu deildar en Alexander Rafn Pálmason kom inn á sem varamaður í liði KR og lék lokakaflann. Alexander varð sá yngsti í sögunni þegar hann spilaði með KR á síðasta tímabili.
Hann var í gær 15 ára og 125 daga gamall og sló 31 árs gamalt met Eiðs Smára Guðjohnsen sem var fyrir gærdaginn yngsti leikmaður til að byrja leik í efstu deild. Það var að sjálfsögðu Víðir Sigurðsson sem vakti athygli á þessari staðreynd á mbl.is í gærkvöldi. Síðustu mínútur leiksins spilaði Sigurður með yngsta leikmanni í sögu efstu deildar en Alexander Rafn Pálmason kom inn á sem varamaður í liði KR og lék lokakaflann. Alexander varð sá yngsti í sögunni þegar hann spilaði með KR á síðasta tímabili.
Lestu um leikinn: KR 3 - 3 Valur
„Ég er óhemju stoltur af liðinu, ég er auðvitað ekki síður stoltur af ungum mönnum sem koma inná, Sigga Breka og Alexander Rafni, sem koma inná og gerðu sig gildandi. Þeir eru ekki bara þarna með heldur eru þeir bara raunverulegir þátttakendur. Sigurður Breki spilar 90 mínútur og er frábær. Þetta er hluti af því sem KR snýst um í dag. Það er það að KR er fyrir KR-inga , staður þar sem menn sem standa sig vel í yngri flokkunum og eru efnilegir að þeir fái að spila. Það skiptir í raun og veru engu máli hvað þeir eru gamlir, ef þeir eru nógu góðir þá eru þeir nógu gamlir," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Óskar ræddi nánar um Sigurð Breka í viðtali í KR útvarpinu.
„Siggi er náttúrulega búinn að vera spila með okkur í vetur og æfa með okkur, kannski ekki jafnmikið og við hefðum viljað því við vildum ekki taka hann úr ryþmanum í Hagaskóla. Þegar það varð ljóst að Aron Sig væri í banni, Matthias Præst væri ekki tilbúinn og við án Stefáns Árna, þá, miðað við frammistöðuna með 2. flokki og miðað við leikina með okkur og æfingarnar, fannst mér þetta vera mjög auðveld ákvörðun fyrir mig. Mér fannst hún vera rétt fyrir þetta verkefni sem við erum með í gangi. Þetta snýst að einhverju leyti um að hugsa út fyrir boxið, fara ekki alltaf auðveldu leiðina. Það er auðvelt fyrir mig að velja hann í liðið, en það er kannski erfiðara fyrir hann að standa undir því, sínum væntingum og sínum staðli, en guð minn góður, óttalaus (var hann)."
„Þetta kom mér ekki á óvart (hversu klár hann var). Ég setti þetta upp þannig að þetta væri í okkar höndum hversu vel hann myndi spila. Ef það væri sæmilegt flæði á boltanum, ef við næðum þokkalegum takti, þá var ég alveg handviss um það að Valsmiðjann, eins og margir aðrir, myndu lenda í vandræðum með hann. Hann er með eiginleika sem við sjáum ekkert oft í íslenskum fótboltamönnum. Hann sér leikinn hraðar heldur en flestir, er með frábæra tækni og hann er fljótur að hugsa. Það er erfitt að eiga við hann, er auðvitað með mjög lágan þyngdarpunkt. Það sem menn kannski vanmeta þegar þeir horfa á hann er að hann er granítharður, gefur ekki tommu og notar öll þau kíló sem hann er með vel. Guð hjálpi mér ef margir 80 kílóa menn myndu nota þau kíló jafn vel og hann gerir með sín."
„Ég mat það þannig að ef við myndum spila vel, þá myndu hæfileikar hans og það sem hann hefur fram að færa ná að njóta sín. Þetta var ekki á hans ábyrgð, liðið vissi það, það var á mína ábyrgð og þeirra að búa til þannig vettvang að leikurinn myndi koma til hans."
„Ég vil líka nefna innkomu Alexanders, ég setti hann inn á í hægri vængbakvörð. Ég veit ekki hvaða stöðu hann var að spila, en það eina sem ég sá að hann var með sjálfstraust, ég sá gæja sem þorði að taka menn á, þorði að fara í návígi og það var geggjað," sagði Óskar í viðtali við KR útvarpið.
Óskar sagði í viðtalinu að hann hefði getað sætt sig við 2-3 tap í gær, svo sáttur var hann með frammistöðu liðsins. Viðtalið má nálgast hér.
Athugasemdir