Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   fös 15. maí 2015 20:40
Arnar Geir Halldórsson
Fjalar Þorgeirsson í SR (Staðfest)
Fjalar kominn í 4.deildina
Fjalar kominn í 4.deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynsluboltinn Fjalar Þorgeirsson hefur fengið félagaskipti úr Val í 4.deildarlið SR.

Fjalar er 38 ára gamall en hann lék 16 leiki í Pepsi deildinni í fyrra með Val.

Eftir tímabilið í fyrra tók hann við markmannsþjálfun hjá Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Hann hefur nú ákveðið að taka hanskana af hillunni og spila með SR í 4.deildinni í sumar.

SR er varalið Þróttar en Fjalar lék um árabil með Þrótti.

Heiðar Helguson mun einnig spila með SR í sumar eins og áður hefur verið greint frá.
Athugasemdir
banner
banner
banner