Reynsluboltinn Fjalar Þorgeirsson hefur fengið félagaskipti úr Val í 4.deildarlið SR.
Fjalar er 38 ára gamall en hann lék 16 leiki í Pepsi deildinni í fyrra með Val.
Eftir tímabilið í fyrra tók hann við markmannsþjálfun hjá Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Hann hefur nú ákveðið að taka hanskana af hillunni og spila með SR í 4.deildinni í sumar.
SR er varalið Þróttar en Fjalar lék um árabil með Þrótti.
Heiðar Helguson mun einnig spila með SR í sumar eins og áður hefur verið greint frá.
Athugasemdir