Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   sun 15. maí 2022 18:03
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Milan með aðra hönd á titlinum - Genoa fallið
Félög frá Englandi og Spáni hafa sýnt Scamacca mikinnn áhuga.
Félög frá Englandi og Spáni hafa sýnt Scamacca mikinnn áhuga.
Mynd: EPA

AC Milan er komið með aðra hönd á titilinn eftir frábæran sigur gegn nágrönnum sínum í Atalanta.


Leikurinn var nokkuð jafn en gæðin í liði AC Milan skinu í gegn og skópu sigurinn. Staðan var markalaus þar til Rafael Leao skoraði snemma í síðari hálfleik.

Hann gerði einfalt mark þar sem löng sending úr vörninni skilaði sér í færi þökk sé þeim gífurlega hraða og krafti sem býr í Leao.

Theo Hernandez  tvöfaldaði forystuna tuttugu mínútum síðar og aftur var það eftir skyndisókn nema að aðeins einn leikmaður snerti boltann í þetta sinn.

Theo vann boltann af Jeremie Boga og hljóp frá eigin vítateig upp allan völlinn og skoraði eitt af allra bestu mörkum sem hafa sést á þessu tímabili.

Atalanta vildi fá dæmt brot í aðdraganda beggja markanna þar sem leikmenn liðsins töldu harðhenta varnarmenn Milan hafa brotið á þeim til að vinna boltann í báðum mörkunum.

Milan er með fimm stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar en Inter er í öðru sæti og þarf sigur gegn erfiðu fallbaráttuliði Cagliari í kvöld.

Ef Inter vinnur í kvöld þá getur Milan tryggt sér Ítalíumeistaratitilinn í lokaumferðinni, á útivelli gegn Sassuolo. Milan nægir jafntefli þar til að tryggja sér titilinn.

Milan 2 - 0 Atalanta
1-0 Rafael Leao ('56)
2-0 Theo Hernandez ('75)

Napoli felldi þá Genoa með þriggja marka sigri á meðan Bologna tapaði heimaleik gegn Sassuolo.

Victor Osimhen og Lorenzo Insigne komust á blað hjá Napoli og þá gerðu ítölsku landsliðsmennirnir Gianluca Scamacca og Domenico Berardi mörk Sassuolo.

Napoli siglir lygnan sjó í þriðja sæti á meðan Bologna og Sassuolo eru um miðja deild.

Genoa, sem á sér magnaða sögu í ítalska boltanum, er því fallið niður í Serie B eftir að fimmtán ár í Serie A.

Napoli 3 - 0 Genoa
1-0 Victor Osimhen ('32)
2-0 Lorenzo Insigne ('65, víti)
3-0 Stanislav Lobotka ('81)

Bologna 1 - 3 Sassuolo
0-1 Gianluca Scamacca ('33)
0-2 Domenico Berardi ('75)
0-3 Gianluca Scamacca ('80)
1-3 Riccardo Orsolini ('92, víti)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Roma 12 9 0 3 15 6 +9 27
2 Milan 12 7 4 1 18 9 +9 25
3 Napoli 12 8 1 3 19 11 +8 25
4 Inter 12 8 0 4 26 13 +13 24
5 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
6 Juventus 12 5 5 2 15 11 +4 20
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Lazio 12 5 3 4 15 9 +6 18
9 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 12 3 5 4 13 16 -3 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 12 2 7 3 14 14 0 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Parma 12 2 5 5 9 15 -6 11
16 Lecce 12 2 4 6 8 16 -8 10
17 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 10 19 -9 6
20 Verona 12 0 6 6 7 18 -11 6
Athugasemdir
banner
banner