Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 15. maí 2022 18:45
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Kannski átti Richarlison að fara í jörðina
Mynd: EPA

Frank Lampard var svekktur eftir 2-3 tap Everton á heimavelli gegn Brentford í dag en sigur hefði bjargað liðinu frá falli.


Everton byrjaði vel og tók forystuna en missti svo Jarrad Branthwaite af velli með beint rautt spjald. Hann braut af sér sem aftasti varnarmaður nokkrum sekúndum eftir að á hinum endanum var togað mjög augljóslega í treyju Ricahrlison innan vítateigs en ekkert dæmt.

Lampard spyr sig hvort Richarlison sé of heiðarlegur þar sem það eru góðar líkur að hann hefði fengið dæmda vítaspyrnu með því að láta sig detta.

„Þetta er frekar einfalt, við vorum mikið betri og með stjórn á leiknum þar til rauða spjaldið breytti öllu. Við hefðum getað skorað þrjú. Það er ekki hægt að spila manni færri í úrvalsdeildinni og búast við miklu meiru, ég er stoltur af strákunum," sagði Lampard eftir tapið.

„Kannski átti Richarlison að fara í jörðina þegar það var rifið í treyjuna hans í aðdragandanum en hann gerði það ekki. Ég get ekki kvartað undan rauða spjaldinu sjálfu, þetta eru mistök hjá Jarrad.

„Vonandi verður Michael Keane búinn að jafna sig eftir veikindi og getur fyllt í skarðið. Við erum án þriggja miðvarða sem eru fjarverandi vegna meiðsla og það er mjög erfitt að glíma við."

Everton á tvo leiki eftir og nægir þrjú stig til að bjarga sér.

„Við erum búnir að sanna fyrir sjálfum okkur hvað við getum og munum mæta í næstu leiki fullir sjálfstrausts."


Athugasemdir
banner
banner
banner