Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. júlí 2020 20:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðjón Þórðarson nýr þjálfari Víkings Ó. (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Víkingur Ólafsvík
Guðjón Þórðarson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Ólafsvíkur Víkinga. Hann tekur við starfinu af Jóni Páli Pálmasyni sem var vikið frá störfum á mánudag.

Guðjón mun taka formlega við liðinu eftir leik Ólafsvíkinga gegn Aftureldingu á föstudaginn. Brynjar Kristmundsson mun stýra liðinu í þeim leik.

Guðjón Þórðarson er þaulreyndur og sigursæll þjálfari. Hann hefur m.a. þjálfað lið ÍA, KA, KR, Stoke, Crewe, Notts County og Grindavík ásamt því að hafa þjálfað íslenska karlalandsliðið. Síðast var hann við störf hjá NSI Runavik í Færeyjum en hætti með liðið eftir síðasta tímabil.

Tilkynning Víkings Ó.
Víkingur Ó. hefur ráðið Guðjón Þórðarson sem næsta þjálfara liðsins. Hann tekur við liðinu út yfirstandandi tímabil.

Guðjón þarf ekki að kynna fyrir áhugamenn um knattspyrnu enda einn reyndasti þjálfari landsins. Brynjar Kristmundsson mun stýra liðinu gegn Aftureldingu á föstudag og Guðjón tekur svo formlega við eftir leikinn.
Stjórn Víkings Ó. býður Guðjón velkominn til starfa og væntir mikils af samstarfinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner