Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   mið 15. júlí 2020 23:06
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Pétur Péturs: Við getum alveg spilað vörn líka
Kvenaboltinn
Pétur var heilt yfir ánægður með sitt lið.
Pétur var heilt yfir ánægður með sitt lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég sá þetta ekki, hann hlýtur að hafa haft rétt fyrir sér. Ég hef ekki séð þetta og við bara treystum dómurunum til þess að dæma þetta, sagði Pétur Péturs spurður út í rauða spjaldið sem Elísa fékk á annarri mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fylkir

Elísa virtist toga kröftulega í Sólveigu, sem var í frábæru færi og fékk að launum rautt spjald og Fylkir vítaspyrnu. Sandra varði hins vegar frábærlega frá Bryndísi og bjargaði því liðsfélaga sínum fyrir horn.

Ég er stoltur af mínu liði, við erum tíu í 90 mínútur og gerðum þetta bara mjög vel. VIð sýndum það að við getum alveg spilað vörn líka, sagði Pétur um spilamennsku liðsins.

Pétur stillti liðinu upp í þriggja manna varnarlínu fyrstu mínúturnar eftir rauða spjaldið en breytti svo um taktík, tók Ásdísi útaf og setti Málfríði inn í bakvörðinn.

Mér fannst þegar við vorum þrjár í vörn var þetta smá séns sem við tókum af því mér fannst við spila vel fram á við á þeim tíma. Sköpuðum okkur færi og hættur en kannski rangt hjá mér að hafa ekki skipt strax en maður veit það yfirleitt eftir leiki.

Málfríður kom sterk inn í bakvörðinn og áttu þær systur, hún og Hlín, stóran þátt í marki Vals sem kom einungis mínútu eftir að Málfríður kom inn á.

Malla kom vel inn, og allir mínir leikmenn. Ég var bara mjög stoltur af mínum leikmönnum.

Það vakti athygli að Fanndís hefur ekki verið í leikmannahópnum síðustu tvo leiki en Pétur segir meiðsli vera að hrjá hana og aðeins sjúkraþjálfari geti svarað því hvenær von sé á henni aftur á völlinn.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir