Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 15. júlí 2020 23:06
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Pétur Péturs: Við getum alveg spilað vörn líka
Pétur var heilt yfir ánægður með sitt lið.
Pétur var heilt yfir ánægður með sitt lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég sá þetta ekki, hann hlýtur að hafa haft rétt fyrir sér. Ég hef ekki séð þetta og við bara treystum dómurunum til þess að dæma þetta, sagði Pétur Péturs spurður út í rauða spjaldið sem Elísa fékk á annarri mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fylkir

Elísa virtist toga kröftulega í Sólveigu, sem var í frábæru færi og fékk að launum rautt spjald og Fylkir vítaspyrnu. Sandra varði hins vegar frábærlega frá Bryndísi og bjargaði því liðsfélaga sínum fyrir horn.

Ég er stoltur af mínu liði, við erum tíu í 90 mínútur og gerðum þetta bara mjög vel. VIð sýndum það að við getum alveg spilað vörn líka, sagði Pétur um spilamennsku liðsins.

Pétur stillti liðinu upp í þriggja manna varnarlínu fyrstu mínúturnar eftir rauða spjaldið en breytti svo um taktík, tók Ásdísi útaf og setti Málfríði inn í bakvörðinn.

Mér fannst þegar við vorum þrjár í vörn var þetta smá séns sem við tókum af því mér fannst við spila vel fram á við á þeim tíma. Sköpuðum okkur færi og hættur en kannski rangt hjá mér að hafa ekki skipt strax en maður veit það yfirleitt eftir leiki.

Málfríður kom sterk inn í bakvörðinn og áttu þær systur, hún og Hlín, stóran þátt í marki Vals sem kom einungis mínútu eftir að Málfríður kom inn á.

Malla kom vel inn, og allir mínir leikmenn. Ég var bara mjög stoltur af mínum leikmönnum.

Það vakti athygli að Fanndís hefur ekki verið í leikmannahópnum síðustu tvo leiki en Pétur segir meiðsli vera að hrjá hana og aðeins sjúkraþjálfari geti svarað því hvenær von sé á henni aftur á völlinn.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner