Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. júlí 2021 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég tæki að sjálfsögðu serbneska blómið til baka"
Serbneska blómið.
Serbneska blómið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni Geirsson.
Stefán Árni Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, gæti sótt einn leikmann úr Pepsi Max-deildinni, þá myndi hann fara upp í Kaplakrika og sækja fyrrum lærisvein sinn.

Vuk Oskar Dimitrijevic, sem leikur framarlega á vellinum, fór frá Leikni fyrir þetta tímabil og gekk í raðir FH. Hann var valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra þegar Leiknir komst upp í efstu deild.

Vuk hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá FH í sumar, en Fimleikafélagið er bara í fallbaráttu í Pepsi Max-deildinni.

„Ég tæki að sjálfsögðu serbneska blómið til baka," sagði Sigurður í Chess After Dark, þar sem hann tefldi og svaraði fjölmörgum spurningum. Spurningin sem hann fékk var: 'Hvaða leikmann úr Pepsi Max-deildinni myndir þú vilja fá í þitt lið?'

„Ég sakna Vuk."

Hann var þá spurður af hverju Leiknir væri ekki að reyna að fá hann á láni.

„Hann verður með hlutverk núna í FH-liðinu sem er í brekku. Hann verður hluti af því að rífa upp brekkuna."

„Ég þekki hann, hann þekkir okkur... á miðju tímabili er mikilvægt að fá einhvern sem veit hvað hann er að koma inn í og strákarnir þekkja. Ég held líka að leikmannahópurinn sakni hans."

Þjálfari Leiknismanna var líka spurður að því hvaða leikmann úr ensku úrvalsdeildinni og af Evrópumótinu hann myndi taka í sitt lið. Þar nefndi hann Mohamed Salah og Federico Chiesa.

Var gjörsamlega geggjaður fyrir okkur
Stefán Árni Geirsson, leikmaður KR, var á láni hjá Leikni í næst efstu deild sumarið 2019 þar sem hann stóð sig frábærlega. Siggi var einnig spurður út í hann í þættinum.

„Hann var gjörsamlega geggjaður fyrir okkur. Hann byrjaði rólega en þegar hann komst í takt við það sem við vorum að gera, þá var hann gjörsamlega geggjaður. Mér finnst eins og hann ætti að spila stærra hlutverk í KR-liðinu miðað við gæði," sagði Siggi en Stefán hefur ekki fengið mjög stóra rullu hjá KR.

„En svo hafa verið einhver meiðsli á honum og annað slíkt. Ég treysti Rúnari Kristins alveg gjörsamlega að stjórna því."

Stefán er líka í ágætis samkeppni hjá KR eins og kom fram í þættinum.

Þess má geta að Vuk er núna í byrjunarliði FH gegn Sligo Rovers í Sambandsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner