Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. júlí 2021 15:39
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið FH í Sligo: Vuk fær langþráð tækifæri
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Vuk Oskar Dimitrijevic fær tækifæri í byrjunarliðinu.
Vuk Oskar Dimitrijevic fær tækifæri í byrjunarliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 17 hefst seinni leikur Sligo Rovers og FH á Írlandi í hinni stórskemmtilegu Sambandsdeild. FH-ingar unnu fyrri leikinn í Kaplakrika 1-0 þar sem Steven Lennon skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá Vuk Oskar Dimitrijevic sem kom af bekknum.

Hér er hægt að kaupa streymi á leikinn

Vuk er í byrjunarliði FH en Þórir Jóhann Helgason er ekki með Hafnfirðingum í vekefninu þar sem hann er að ganga frá skiptum yfir til Lecce á Ítalíu.

„Að sjálfsögðu er gott að fara með 1-0 forskot inn í seinni leikinn og við munum halda áfram að drilla það sem við viljum gera. Við þurfum að vera solid varnarlega, við getum bætt skyndisóknum við okkar leik og leyft okkur að liggja aðeins til baka. Eins og við sáum í þessum leik eru klárlega möguleikar í því og við þurfum aðeins að vinna í því. Við þurfum að halda 'shapei' í leiknum á fimmtudaginn og þá er ég viss um að við förum áfram úr þessu einvígi," sagði Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH eftir fyrri leikinn.

Byrjunarlið FH í Sligo:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
9. Matthías Vilhjálmsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic


Athugasemdir
banner