Guðjón bíður enn eftir sigri.

Víkingur Ólafsvík fór í heimsókn í Mosfellsbæinn í kvöld í 12.umferð Lengjudeildar karla. Ferðin var ekki góð því 6-1 tap var niðurstaðan.
Lestu um leikinn: Afturelding 6 - 1 Víkingur Ó.
Guðjón Þórðarson nýráðinn þjálfari liðsins var að vonum svekktur í leikslok. Kom mark hans manna of snemma?
„Nei ég held ekki. Við skoruðum á góðum tíma og fengum gott mark úr horni. Vorum ágætlega inn í leiknum og meira að segja eftir 0-1 fengum við tvö færi til að taka 0-2," Sagði Guðjón beint eftir leik.
Guðjón hefur nú stýrt liðinu í þremur leikjum og á erfitt verk fyrir höndum.
„Ég hef verið að reyna fá einhvern stöðugleika í leik liðsins. Fá menn til að verjast almennilega og fá menn til að þora að spila boltanum," sagði Guðjón meðal annars.
Nánar er rætt við Guðjón í viðtalinu hér fyrir ofan og hann meðal annars spurður út í nammipokann fræga.
Athugasemdir