Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   lau 15. júlí 2023 00:02
Sölvi Haraldsson
Ágúst Eðvald: Loksins eru mörkin að detta inn hægt og rólega
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mér fannst við vera sérstaklega flottir í fyrri hálfleik. Við sköpuðum fullt af færum og stjórnuðum þessum leik. Svo fengu Framararnir þetta rauða spjald og mér fannst við alveg getað nýtt okkur það betur. Við vorum smá slakir eftir það en ég er bara sáttur með að hafa unnið þennan leik sem er bara gaman.“ sagði Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Fram 1-0 þar sem hann skoraði eina mark leiksins.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Breiðablik

Er ekki gaman að vera sóknarmaður þegar maður er að keppa á móti liði sem gefur manni mikinn tíma á boltanum?

Jú klárlega. Við fengum fullt af tíma og fullt af færum og hefðum átt að skora fleiri mörk í kvöld. En þetta var bara að mínu mati fínasti leikur hjá okkur.

Það var mikill hiti í lokin þegar Framararnir sóttu, var komið stress í mannskapinn eða voru menn bara slakir?

Já þetta er aldrei búið þegar þetta er 1-0. Það hefði verið þæginlegra ef við værum búnir að skora tvö til þrjú mörk. Það er líka gott að halda hreinu. Við sýndum varnarstyrkinn okkar í dag mjög vel.

Hvernig metur þú tímabilið þitt persónulega til þessa?

Bara vel. Loksins eru mörkin að detta inn hægt og rólega og vonandi heldur það bara áfram. Það er bara þreytt að vera í banni í næsta deildarleik. En þetta er bara gaman og það er geggjað að vera í Breiðablik. Þetta er góður hópur og við þurfum bara að halda áfram að vinna leiki því það er ekkert eðlilega gaman.

Næsti leikur er gífurlega mikilvægur gegn Shamrock Rovers á þriðjudaginn, ætlið þið ekki bara að keyra á þá og klára einvígið?

Jú algjörlega og vonandi koma sem flestir á völlinn á þriðjudaginn. Við þurfum klárlega góðan stuðning á þriðjudaginn til þess að klára þetta einvígi. Þetta verður hrikalega erfiður leikur því þeir eru með virkilega gott lið og við ætlum okkur áfram í þessari keppni það er ekki spurning.“ sagði Ágúst Eðvald, leikmaður Breiðabliks, að leik loknum gegn Fram.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner