Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
banner
   lau 15. júlí 2023 00:02
Sölvi Haraldsson
Ágúst Eðvald: Loksins eru mörkin að detta inn hægt og rólega
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mér fannst við vera sérstaklega flottir í fyrri hálfleik. Við sköpuðum fullt af færum og stjórnuðum þessum leik. Svo fengu Framararnir þetta rauða spjald og mér fannst við alveg getað nýtt okkur það betur. Við vorum smá slakir eftir það en ég er bara sáttur með að hafa unnið þennan leik sem er bara gaman.“ sagði Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Fram 1-0 þar sem hann skoraði eina mark leiksins.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Breiðablik

Er ekki gaman að vera sóknarmaður þegar maður er að keppa á móti liði sem gefur manni mikinn tíma á boltanum?

Jú klárlega. Við fengum fullt af tíma og fullt af færum og hefðum átt að skora fleiri mörk í kvöld. En þetta var bara að mínu mati fínasti leikur hjá okkur.

Það var mikill hiti í lokin þegar Framararnir sóttu, var komið stress í mannskapinn eða voru menn bara slakir?

Já þetta er aldrei búið þegar þetta er 1-0. Það hefði verið þæginlegra ef við værum búnir að skora tvö til þrjú mörk. Það er líka gott að halda hreinu. Við sýndum varnarstyrkinn okkar í dag mjög vel.

Hvernig metur þú tímabilið þitt persónulega til þessa?

Bara vel. Loksins eru mörkin að detta inn hægt og rólega og vonandi heldur það bara áfram. Það er bara þreytt að vera í banni í næsta deildarleik. En þetta er bara gaman og það er geggjað að vera í Breiðablik. Þetta er góður hópur og við þurfum bara að halda áfram að vinna leiki því það er ekkert eðlilega gaman.

Næsti leikur er gífurlega mikilvægur gegn Shamrock Rovers á þriðjudaginn, ætlið þið ekki bara að keyra á þá og klára einvígið?

Jú algjörlega og vonandi koma sem flestir á völlinn á þriðjudaginn. Við þurfum klárlega góðan stuðning á þriðjudaginn til þess að klára þetta einvígi. Þetta verður hrikalega erfiður leikur því þeir eru með virkilega gott lið og við ætlum okkur áfram í þessari keppni það er ekki spurning.“ sagði Ágúst Eðvald, leikmaður Breiðabliks, að leik loknum gegn Fram.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner