Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 15. júlí 2023 00:02
Sölvi Haraldsson
Ágúst Eðvald: Loksins eru mörkin að detta inn hægt og rólega
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mér fannst við vera sérstaklega flottir í fyrri hálfleik. Við sköpuðum fullt af færum og stjórnuðum þessum leik. Svo fengu Framararnir þetta rauða spjald og mér fannst við alveg getað nýtt okkur það betur. Við vorum smá slakir eftir það en ég er bara sáttur með að hafa unnið þennan leik sem er bara gaman.“ sagði Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Fram 1-0 þar sem hann skoraði eina mark leiksins.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Breiðablik

Er ekki gaman að vera sóknarmaður þegar maður er að keppa á móti liði sem gefur manni mikinn tíma á boltanum?

Jú klárlega. Við fengum fullt af tíma og fullt af færum og hefðum átt að skora fleiri mörk í kvöld. En þetta var bara að mínu mati fínasti leikur hjá okkur.

Það var mikill hiti í lokin þegar Framararnir sóttu, var komið stress í mannskapinn eða voru menn bara slakir?

Já þetta er aldrei búið þegar þetta er 1-0. Það hefði verið þæginlegra ef við værum búnir að skora tvö til þrjú mörk. Það er líka gott að halda hreinu. Við sýndum varnarstyrkinn okkar í dag mjög vel.

Hvernig metur þú tímabilið þitt persónulega til þessa?

Bara vel. Loksins eru mörkin að detta inn hægt og rólega og vonandi heldur það bara áfram. Það er bara þreytt að vera í banni í næsta deildarleik. En þetta er bara gaman og það er geggjað að vera í Breiðablik. Þetta er góður hópur og við þurfum bara að halda áfram að vinna leiki því það er ekkert eðlilega gaman.

Næsti leikur er gífurlega mikilvægur gegn Shamrock Rovers á þriðjudaginn, ætlið þið ekki bara að keyra á þá og klára einvígið?

Jú algjörlega og vonandi koma sem flestir á völlinn á þriðjudaginn. Við þurfum klárlega góðan stuðning á þriðjudaginn til þess að klára þetta einvígi. Þetta verður hrikalega erfiður leikur því þeir eru með virkilega gott lið og við ætlum okkur áfram í þessari keppni það er ekki spurning.“ sagði Ágúst Eðvald, leikmaður Breiðabliks, að leik loknum gegn Fram.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner