Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   lau 15. júlí 2023 00:02
Sölvi Haraldsson
Ágúst Eðvald: Loksins eru mörkin að detta inn hægt og rólega
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mér fannst við vera sérstaklega flottir í fyrri hálfleik. Við sköpuðum fullt af færum og stjórnuðum þessum leik. Svo fengu Framararnir þetta rauða spjald og mér fannst við alveg getað nýtt okkur það betur. Við vorum smá slakir eftir það en ég er bara sáttur með að hafa unnið þennan leik sem er bara gaman.“ sagði Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Fram 1-0 þar sem hann skoraði eina mark leiksins.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Breiðablik

Er ekki gaman að vera sóknarmaður þegar maður er að keppa á móti liði sem gefur manni mikinn tíma á boltanum?

Jú klárlega. Við fengum fullt af tíma og fullt af færum og hefðum átt að skora fleiri mörk í kvöld. En þetta var bara að mínu mati fínasti leikur hjá okkur.

Það var mikill hiti í lokin þegar Framararnir sóttu, var komið stress í mannskapinn eða voru menn bara slakir?

Já þetta er aldrei búið þegar þetta er 1-0. Það hefði verið þæginlegra ef við værum búnir að skora tvö til þrjú mörk. Það er líka gott að halda hreinu. Við sýndum varnarstyrkinn okkar í dag mjög vel.

Hvernig metur þú tímabilið þitt persónulega til þessa?

Bara vel. Loksins eru mörkin að detta inn hægt og rólega og vonandi heldur það bara áfram. Það er bara þreytt að vera í banni í næsta deildarleik. En þetta er bara gaman og það er geggjað að vera í Breiðablik. Þetta er góður hópur og við þurfum bara að halda áfram að vinna leiki því það er ekkert eðlilega gaman.

Næsti leikur er gífurlega mikilvægur gegn Shamrock Rovers á þriðjudaginn, ætlið þið ekki bara að keyra á þá og klára einvígið?

Jú algjörlega og vonandi koma sem flestir á völlinn á þriðjudaginn. Við þurfum klárlega góðan stuðning á þriðjudaginn til þess að klára þetta einvígi. Þetta verður hrikalega erfiður leikur því þeir eru með virkilega gott lið og við ætlum okkur áfram í þessari keppni það er ekki spurning.“ sagði Ágúst Eðvald, leikmaður Breiðabliks, að leik loknum gegn Fram.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner