Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   lau 15. júlí 2023 00:02
Sölvi Haraldsson
Ágúst Eðvald: Loksins eru mörkin að detta inn hægt og rólega
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mér fannst við vera sérstaklega flottir í fyrri hálfleik. Við sköpuðum fullt af færum og stjórnuðum þessum leik. Svo fengu Framararnir þetta rauða spjald og mér fannst við alveg getað nýtt okkur það betur. Við vorum smá slakir eftir það en ég er bara sáttur með að hafa unnið þennan leik sem er bara gaman.“ sagði Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Fram 1-0 þar sem hann skoraði eina mark leiksins.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Breiðablik

Er ekki gaman að vera sóknarmaður þegar maður er að keppa á móti liði sem gefur manni mikinn tíma á boltanum?

Jú klárlega. Við fengum fullt af tíma og fullt af færum og hefðum átt að skora fleiri mörk í kvöld. En þetta var bara að mínu mati fínasti leikur hjá okkur.

Það var mikill hiti í lokin þegar Framararnir sóttu, var komið stress í mannskapinn eða voru menn bara slakir?

Já þetta er aldrei búið þegar þetta er 1-0. Það hefði verið þæginlegra ef við værum búnir að skora tvö til þrjú mörk. Það er líka gott að halda hreinu. Við sýndum varnarstyrkinn okkar í dag mjög vel.

Hvernig metur þú tímabilið þitt persónulega til þessa?

Bara vel. Loksins eru mörkin að detta inn hægt og rólega og vonandi heldur það bara áfram. Það er bara þreytt að vera í banni í næsta deildarleik. En þetta er bara gaman og það er geggjað að vera í Breiðablik. Þetta er góður hópur og við þurfum bara að halda áfram að vinna leiki því það er ekkert eðlilega gaman.

Næsti leikur er gífurlega mikilvægur gegn Shamrock Rovers á þriðjudaginn, ætlið þið ekki bara að keyra á þá og klára einvígið?

Jú algjörlega og vonandi koma sem flestir á völlinn á þriðjudaginn. Við þurfum klárlega góðan stuðning á þriðjudaginn til þess að klára þetta einvígi. Þetta verður hrikalega erfiður leikur því þeir eru með virkilega gott lið og við ætlum okkur áfram í þessari keppni það er ekki spurning.“ sagði Ágúst Eðvald, leikmaður Breiðabliks, að leik loknum gegn Fram.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner