Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   fös 12. júlí 2024 20:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Natasha: Æði að heyra í öllum stelpunum öskra okkur áfram
Icelandair
Natasha með dóttur sína eftir leik.
Natasha með dóttur sína eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Átti frábæran leik.
Átti frábæran leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður mjög vel, er ótrúlega þreytt en líður svo vel að við séum komnar á EM," sagði Natasha Anasi, eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. Með sigrinum er sætið á EM tryggt; Ísland verður í Sviss næsta sumar.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og við að spila gegn heimsklassa leikmönnum. Við gerðum mjög vel, vörðumst frábærlega og náum að skora þrjú mörk sem er stórkostlegt. Það er mjög gott að halda hreinu. Það sáu allir björgunina hjá Glódísi, svakaleg björgun."

„Ég get ekki útskýrt þær tilfinningar sem ég er að upplifa, ég veit ekki hvað ég á að segja. Geggjað að tryggja sætið á EM."


Natasha byrjaði nokkuð óvænt í leiknum. „Það kom smá á óvart, ef ég er alveg hreinskilinn en Steini var búinn að tala við mig og láta mig vita hvað planið var. Það var æði að fá traustið og ég var mjög ánægð að byrja þennan leik."

Hún lék síðast með landsliðinu í febrúar 2022. Í fyrra gat hún ekki spilað vegna meiðsla en er nú mætt aftur.

„Já, það er rosalega gott að vera komin aftur og byrja leik. Það er ekki gefins að gera það og ég er ánægð með það."

„Þetta er stórkostlegt lið, við erum með ótrúlega góða leikmenn og mér fannst við sýna okkar réttu hliðar í dag. Við getum alveg spilað og keppt við eitt besta landslið í heiminum."


Glódís Perla og Ingibjörg voru frábærar við hlið Natöshu í leiknum. „Þær voru geggjaðar, það var ótrúlega þægilegt að spila vinstri bakvörð með þessar tvær fyrir aftan sig."

„Nei, ég hef ekki oft spilað þessa stöðu, en ég er vön að spila vinstra megin í þriggja manna vörn. Það var ekki svakaleg breyitng frá því."

„Mér fannst það, einn af mínum styrkleikum er að fara einn á móti einum og verjast. Ég reyndi að stíga þær út og verjast þannig og mér fannst það ganga vel."


Stuðningurinn úr stúkunni var til fyrirmyndar, stelpurnar á Símamótinu fjölmenntu á Laugardalsvöll og studdu liðið vel.

„Það var æði. Við vorum pínu hrædd með að það yrðu ekki svo margir á leiknum, en þetta var stórkostleg mæting. Að heyra í öllum þessum stelpum af Símamótinu að öskra okkur áfram, það gaf okkur svo mikið. Þetta var æði," sagði Natasha sem ætlar að fagna áfram fram vel fram á kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner