
Guðmunda Brynja var að vonum ánægð eftir 2-0 sigur Selfoss gegn Aftureldingu í Pepsi deild kvenna í kvöld.
Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður Selfoss, var skiljanlega ánægð með 2-0 sigur liðsins gegn Aftureldingu í Pepsi deild kvenna í kvöld.
Guðmunda skoraði bæði mörk Selfyssinga í Mosfellsbæ í kvöld og var það síðara einkar glæsilegt.
„Við erum mjög sáttar, þetta var svona „team“ sigur. Frammistaðan var ótrúlega góð og við héldum boltanum vel. Við vorum ekkert að flýta okkur eins og við höfum verið að gera allt sumar, og það skilaði inn tveimur mörkum,“ sagði Guðmunda Brynja.
,,Eins og staðan er núna er ég mjög ánægð hjá Selfossi og það er mjög vel farið með mig hérna. En ég skoða allt eftir tímabilið."
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir