Í kvöld mætast Breiðablik og Víkingur Reykjavík í sannkölluðum stórleik í Bestu deild karla. Fyrir leikinn er Víkingur átta stigum á eftir Breiðabliki en Íslands- og bikarmeistararnir eiga leik til góða.
Í leikmannahópi Víkings eru nokkrir leikmenn sem uppaldir eru í Breiðabliki eða hafa leikið með liðinu á sínum ferli.
Karl Friðleifur Gunnarsson sem keyptur var til Víkings síðasta haust eftir gott lánstímabil í Víkinni er uppalinn hjá Breiðabliki og þá léku þeir Danijel Dejan Djuric og Arnór Borg Guðjohnsen með yngri flokkum félagsins áður en þeir héldu út í atvinnumennsku. Arnór samdi við Víking síðasta haust eftir tvö tímabil á mála hjá Fylki og Danijel samdi við félagið í júlí eftir nokkur ár hjá danska félaginu Midtjylland.
Davíð Örn Atlason var keyptur í Breiðablik fyrir tímabilið 2021 en sneri aftur í Víkina eftir síðasta tímabil og Ari Sigurpálsson steig sín allra fyrstu fótboltaskref í Breiðabliki áður en hann fór í HK. Þá er Gísli Gottskálk Þórðarson, sem hefur verið í leikmannahópi Víkings í sumar, uppalinn í Breiðabliki.
Ef horft er á leikmannahópi Víkings í upphafi móts má nefna að Adam Ægir Pálsson og Axel Freyr Harðarson léku einnig með Breiðabliki í yngri flokkunum. Axel var seldur til Kórdrengja í sumarglugganum og Adam Ægir er á láni hjá Keflavík út tímabilinu.
Í þjálfarateyminu eru svo þeir Hajrudin Cardaklija og styrktarþjálfarinn Guðjón Örn Ingólfsson með tengingu í Breiðablik.
Í Breiðabliki er minna um tengingar við Víking. Ef langt er seilst þá muna einhverjir eftir því að Kristinn Steindórsson æfði með Víkingi veturinn 2019-2020 áður en hann svo samdi við Breiðablik. Í þjálfarateyminu er svo Ólafur Pétursson sem lék með Víkingi sumarið 2000.
Leikurinn í kvöld fer fram á Kópavogsvelli og hefst klukkan 19:15. Liðin koma inn í leikinn eftir Evrópuverkefni en bæði lið féllu úr leik í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar síðasta fimmtudag. Breiðablik tapað 3-0 og samanlagt 6-1 gegn tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir og Víkingur féll úr leik, samanlagt 4-2 eftir framlengdan leik gegn Lech Poznan.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir