Birkir Valur Jónsson, leikmaður HK, viðbeinsbrotnaði í gær þegar HK heimsótti Þór í Lengjudeildinni.
Birkir meiddist á 8. mínútu og hélt áfram í fimm mínútur áður en hann fór af velli.
Birkir meiddist á 8. mínútu og hélt áfram í fimm mínútur áður en hann fór af velli.
Lestu um leikinn: Þór 2 - 0 HK
„Birkir Valur heldur í viðbeinið. Hann hefur lent illa þegar brotið var á honum áðan," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson á 14. mínútu í textalýsingu frá leiknum. Birkir fór þá af velli fyrir Kristján Snæ Frostason.
Mánuður er eftir af tímabilinu í Lengjudeildinni og líklegt er að Birkir verði ekki meira með HK í sumar.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var til viðtals eftir leik og staðfesti að um viðbeinsbrot væri að ræða. Ómar var í kjölfarið spurður út í hörkuna í leiknum.
„Ég veit ekki hvort að Láki hafi fengið sömu spurningu. En ég held að flestallir hérna geti verið sammála um mér um það að það hafi verið nákvæmlega engin lína yfir það hvernig var dæmt í þessum leik. Það var ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum, þeir (Þórsarar) voru hundósáttir með hann líka. Þetta var ásamt okkar frammistöðu ein sú versta sem ég hef séð í sumar hjá tveimur liðum," sagði Ómar.
Láki (Þorlákur Árnason þjálfari Þórs) fékk kannski ekki nákvæmlega sömu spurningu en þetta hafði hann að segja.
„Ég hef bara ekki spilað svona leik þar sem er eins mikið stopp. Birkir Valur meiðist hjá þeim og við missum Ragnar út af snemma leiks. Þetta var rosalegt hökt í leiknum. Það var þó hærra tempó á fyrri hálfleiknum en seinni. Maður hefur sjaldan spilað leik þar sem var eins mikið hökt á leiknum, vegna meiðsla og eitthvað svona vesen," sagði Láki.
Jóhann gaf dómaranum, Guðmundi Páli Friðbertssyni, sex í einkunn fyrir frammistöðuna í leiknum. „Ágætis leikur hjá honum, ekki mikið um stórar ákvarðanir sem hann þurfti að taka. Spurning með aukaspyrnuna sem á 8. mínútu hvort það var inn í teig en það var svo sem ekki nein mótmæli. Svo voru nokkrar ákvarðanir spes en höfðu kannski ekki stór áhrif á leikinn," skrifaði Jóhann í skýrsluna eftir leik.
HK er áfram í toppsæti deildarinnar þegar liðið á fimm leiki eftir. Fylkir er í 2. sæti og á leik til góða. Þór er í sjötta sæti í deildinni. Sautjánda umferðin klárast á fimmtudag með fimm leikjum.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir