Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. september 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sarri lét andstæðing heyra það - Dæmdur í bann
Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Lazio, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann.

Hann var rekinn upp í stúku í 2-0 tapinu gegn AC Milan um síðustu helgi og hefur núna verið dæmdur í tveggja leikja bann. Hann verður ekki á hliðarlínunni í næstu leikjum Lazio.

Sarri var mjög ósáttur við Alexis Saelemaekers, leikmann Milan, eftir leik og lét hann heyra það. Sarri fékk rauða spjaldið fyrir það.

Sarri sakaði belgíska landsliðsmanninn um vanvirðingu. Fram kemur í dómsuppkvaðningu að Sarri hafi farið yfir strikið; verið ógnandi og staðið í hótunum. Þess vegna hafi hann verið dæmdur í tveggja leikja bann.

Leikirnir sem hann missir af eru gegn Cagliari og Torino í ítölsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner