Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   lau 16. september 2023 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áki Sölvason spáir í lokaumferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Marki í sumar fagnað.
Marki í sumar fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Viktor klárar markakóngstiltilinn.
Viktor klárar markakóngstiltilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þvílíkur dagur hjá Hjörvari.
Þvílíkur dagur hjá Hjörvari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun fer fram lokaumferðin í Lengjudeildinni og er gífurleg spenna um hvaða lið fellur úr deildinni með Ægi. Selfoss, Þróttur, Njarðvík og Þór geta öll fallið en Þór er með stigi meira en hin liðin þrjú.

Það er spenna á toppnum einnig. Með jafntefli eða sigri gegn Grótta verður ÍA Lengjudeildarmeistari en annars getur Afturelding skotist upp á toppinn með sigri gegn Þrótti.

Þegar er ljóst að Leiknir, Fjölnir og Vestri fara í umspilið um sæti í Bestu deildinni og verður það annað hvort Afturelding eða ÍA sem verður fjórða liðið í umspilinu.

Sjá einnig:
Spenna í fimm af sex leikjum lokaumferðar Lengjudeildarinnar

Áki Sölvason, leikmaður Dalvíkur/Reynis, er spámaður umferðarinnar. Áki er kominn með tólf mörk í 2. deild í sumar og hjálpaði hann liðinu að vinna 2. deildina þvert á allar spár. Dalvík/Reynir verður í Lengjudeildinni að ári.

Ægir 0 - 1 Leiknir R (12:00)
Þetta verður frekar viðburðalítill leikur þar sem Omar Sowe fær eitt gefins mark í fyrri hálfleik og Leiknir tekur stigin heim.

Þróttur R 1 - 4 Afturelding (14:00)
Þetta verður frekar létt fyrir Magga og félaga, Sam Hewson skorar úr víti snemma í leiknum en Ásgeir Marteins jafnar stuttu seinna og svo byrjar Hjörvar Sigurgeirs sýningin. Elmar og Arnór Gauti skora báðir eftir stoðsendingu frá Hjössa og síðan klárar Hjössi þetta með marki í lok leiks. Hjössi fagnar vel og röltir síðan yfir á laugardalsvöll og horfir á KA vinna Víkinga og lyfta upp dollu.

Þór 3 - 3 Grindavík (14:00)
Þetta verður leikur umferðarinnar og byrjar með látum þegar Faddi ostur AKA Fannar Daði skorar, fagnaðarlætin endast ekki lengi því Guðjón Pétur jafnar 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik skorar Freyr Jóns óvænt 2 mörk og kemur Grindavík í 1-3 en Þórsarar hætta ekki Fannar setur sitt annað mark og serbinn Nikola jafnar metin úr aukaspyrnu. Þórsarar fá séns á að taka öll 3 stigin þegar þeir fá víti á 90 min en vítabaninn Aron Dagur ver það að sjálfsögðu.

ÍA 3 - 1 Grótta (14:00)
Þetta verður þægilegur sigur hjá ÍA og þeir tryggja sig þar með beint upp í Bestu deildina á næsta ári. Viktor Jóns með 3 og Gunnar Jónas skorar mark Gróttu.

Selfoss 1 - 0 Vestri (14:00)
Vestra menn hvíla lykilleikmenn fyrir umspilið og Selfoss nær að halda sér upp í deildinni. Gary Martin með markið.

Fjölnir 2 - 1 Njarðvík (14:00)
Njarðvíkingarnir þurfa sigur en ná því miður ekki í hörku leik og falla. Axel Freyr setur tvennu og Oumar Diouck skorar fyrir Njarðvík.
Innkastið - Mikið í húfi fyrir lokaumferð Lengjudeildarinnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner