Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 15. september 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dagur Dan lék í sigri - Messi með tvennu
Mynd: Getty Images

Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City vann öruggan sigur á New England Revolution í MLS deildinni í Bandaríkjunum í nótt.


Orlando var með 2-0 forystu í hálfleik og þeir bættu við þriðja markinu áður en flautað var til leiksloka og þar við sat. Orlando er í 5. sæti Austurdeildar með 40 stig eftir 28 umferðir.

Nökkvi Þeyr Þórisson byrjaði á bekknum þegar St. Louis City tapaði 3-1 gegn Minnesota United. St. Louis komst yfir strax á 4. mínútu en Minnesota tókst að jafna fyrir lok fyrri hálfleiks. Minnesota bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þegar Nökkvi kom inn á 77. mínútu voru úrslitin ráðin.

St. Louis er í 12. og næst neðsta sæti í Vesturdeildinni með 28 stig eftir 29 umferðir.

Lionel Messi skoraði tvennu þegar Inter Miami lagði Philadelphia Union 3-1. Luis Suarez og Jordi Alba lögðu upp mörkin en Suarez innsiglaði sigurinn með marki í uppbótatíma. Inter Miami er með 62 stig á toppi Austurdeildar eftir 28 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner